Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2019 10:15 Stefnt er að því að sigla 7 sinnum á dag þegar nýi Herjólfur verður tekinn í notkun. Hér má sjá nýju ferjuna í Póllandi, þar sem hún var smíðuð. Nýr Herjólfur á að koma í vor og hann verður að verulegu leyti rafknúinn. Sú breyting kostar meira en 800 milljónir sem þá leggst ofan á upphaflega kostnaðaráætlun; átti upphaflega að kosta 5 milljarða en er nú nálægt 6 milljörðum. Þessi hækkun er sama upphæð og til stendur að setja í borgarlínu af hálfu ríkisins næstu tvö árin.Þetta kom fram í viðtali Kastljóssins við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í gærkvöldi. Þar gekk Sigríður Hagalín mjög eftir svörum; hvort ekki væri augljóst að höfuðborgarbúar og nálæg byggðalög bæru hita og þunga af vegaframkvæmdum með hinum fyrirhuguðu vegatollum sem setja á upp víða við borgarmörk. Ráðherra vildi ekki meina að svo væri. Í lok samtalsins var Sigurður Ingi spurður um nýjan Herjólf.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi. Ráðherra telur það ekki vera svo að vegatollar leggist af meiri þunga á höfuðborgarbúa en aðra landsmenn þó vegtollahliðum verði komið upp þar.visir/vilhelmHeildarkostnaður borgarlínu á næstu fjórum árum eru 4,7 milljarðar. Hefur ríkið undirritað viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að greiða helming þess kostnaðar. Í meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar er gert ráð fyrir 300 milljónir af samgönguáætlun í Borgarlínu á þessu ári og 500 milljónir á því næsta. Ráðherra sagði að upphaflega hafi sú ferja verið hönnuð sem twin-ferja og hefur afhending dregist í um ár. Hann sagði að þróun í nýjum batteríum og rafbúnaði hafi á sama tíma verið hraður og verð farið lækkandi. „2017 fékk ráðuneytið tilboð um að það væri hægt að útfæra þetta þannig að ferjan yrði eingöngu rafknúin. Ávinningurinn er margþættur, skilar sér í eldsneytissparnaði, að sögn ráðherra, sem borgar upp aukinn kostnað á tíu árum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Sigríði Hagalín:Þetta er hærri upphæð en þið ætlið að setja í borgarlínu næstu tvö árin?„Þetta er svipuð fjárhæð.“Hefði ekki verið nær að gera gangskör í að fara í frekari framkvæmdir í almannasamgöngum á höfuðborgarsvæðinu?„Þá hefðum við þurft að fara í dýrari framkvæmdir á ferjunni seinna meir, taka hana úr rekstri, og það hefði kostað meiri fjármuni að gera þetta síðar. Fyrir utan rekstrartjónið að stoppa og leigja annað skip. Miklu dýrari aðgerð og seinna sem við hefðum fengið ávinninginn af þessari breytingu. Þess vegna var skynsamlegt að gera þetta strax.“ Alþingi Borgarlína Herjólfur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Nýr Herjólfur á að koma í vor og hann verður að verulegu leyti rafknúinn. Sú breyting kostar meira en 800 milljónir sem þá leggst ofan á upphaflega kostnaðaráætlun; átti upphaflega að kosta 5 milljarða en er nú nálægt 6 milljörðum. Þessi hækkun er sama upphæð og til stendur að setja í borgarlínu af hálfu ríkisins næstu tvö árin.Þetta kom fram í viðtali Kastljóssins við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í gærkvöldi. Þar gekk Sigríður Hagalín mjög eftir svörum; hvort ekki væri augljóst að höfuðborgarbúar og nálæg byggðalög bæru hita og þunga af vegaframkvæmdum með hinum fyrirhuguðu vegatollum sem setja á upp víða við borgarmörk. Ráðherra vildi ekki meina að svo væri. Í lok samtalsins var Sigurður Ingi spurður um nýjan Herjólf.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi. Ráðherra telur það ekki vera svo að vegatollar leggist af meiri þunga á höfuðborgarbúa en aðra landsmenn þó vegtollahliðum verði komið upp þar.visir/vilhelmHeildarkostnaður borgarlínu á næstu fjórum árum eru 4,7 milljarðar. Hefur ríkið undirritað viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að greiða helming þess kostnaðar. Í meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar er gert ráð fyrir 300 milljónir af samgönguáætlun í Borgarlínu á þessu ári og 500 milljónir á því næsta. Ráðherra sagði að upphaflega hafi sú ferja verið hönnuð sem twin-ferja og hefur afhending dregist í um ár. Hann sagði að þróun í nýjum batteríum og rafbúnaði hafi á sama tíma verið hraður og verð farið lækkandi. „2017 fékk ráðuneytið tilboð um að það væri hægt að útfæra þetta þannig að ferjan yrði eingöngu rafknúin. Ávinningurinn er margþættur, skilar sér í eldsneytissparnaði, að sögn ráðherra, sem borgar upp aukinn kostnað á tíu árum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Sigríði Hagalín:Þetta er hærri upphæð en þið ætlið að setja í borgarlínu næstu tvö árin?„Þetta er svipuð fjárhæð.“Hefði ekki verið nær að gera gangskör í að fara í frekari framkvæmdir í almannasamgöngum á höfuðborgarsvæðinu?„Þá hefðum við þurft að fara í dýrari framkvæmdir á ferjunni seinna meir, taka hana úr rekstri, og það hefði kostað meiri fjármuni að gera þetta síðar. Fyrir utan rekstrartjónið að stoppa og leigja annað skip. Miklu dýrari aðgerð og seinna sem við hefðum fengið ávinninginn af þessari breytingu. Þess vegna var skynsamlegt að gera þetta strax.“
Alþingi Borgarlína Herjólfur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30
Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35