Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2019 15:05 Fyrir liggur að Ágúst Ólafur ætlar ekki að segja af sér heldur mun mæta á næstunni í þingsalinn. visir/vilhelm Fyrir liggur að Ágúst Ólafur Ágústsson mun mæta aftur og taka sæti sitt á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar tók sér leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að trúnaðarnefnd Samfylkingar veitti honum áminningu eftir að erindi barst frá Báru Huld Beck blaðamanni sem greindi frá kynferðislegri áreitni af hans hálfu gagnvart sér. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Ágúst Ólafur mun birtast í þingsal en sjálfur hafði hann talað um að hann ætlaði sér að taka sér hlé frá þingmennsku í tvo mánuði. „Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði,“ sagði Ágúst Ólafur í yfirlýsingu sem birtist 7. desember í fyrra. Sé miðað við það ætti Ágúst Ólafur mæta til starfa eftir viku. Fyrir liggur að þetta mál er þingflokknum afar erfitt og viðkvæmt en í því samhengi má nefna að þingmenn Samfylkingar hafa tekið afar einarða afstöðu gegn þingmönnum Miðflokksins eftir að Klaustur-málið kom upp og telja að þeim eigi ekki að vera vært á þinginu. Það er meðal annars á forsendum orða sem túlkuð hafa verið sem kvenfyrirlitning. Logi Einarsson, formaður flokksins, vildi ekkert um það segja hvort hann teldi að Ágústi Ólafi bæri að segja af sér vegna málsins, á sínum tíma. Ágúst Ólafur fundaði með Oddný G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingar í hádeginu í dag. Oddný vildi ekki tjá sig um þann fund þegar eftir því var leitað. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ágústi Ólafi en hann hefur hvorki svarað síma né fyrirspurn í tölvupósti.Uppfært klukkan 16:45 Ekki er frágengið hvenær nákvæmlega Ágúst Ólafur mætir til starfa á nýjan leik, eins og segir í fréttinni. En, samkvæmt nýjum upplýsingum er þess ekki að vænta að hann komi eftir viku, eitthvað lengra mun vera í það. Kjördæmavika er haldin um miðjan febrúar og er búist við að Ágúst Ólafur mæti til starfa fljótlega eftir hana. Alþingi MeToo Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Fyrir liggur að Ágúst Ólafur Ágústsson mun mæta aftur og taka sæti sitt á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar tók sér leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að trúnaðarnefnd Samfylkingar veitti honum áminningu eftir að erindi barst frá Báru Huld Beck blaðamanni sem greindi frá kynferðislegri áreitni af hans hálfu gagnvart sér. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Ágúst Ólafur mun birtast í þingsal en sjálfur hafði hann talað um að hann ætlaði sér að taka sér hlé frá þingmennsku í tvo mánuði. „Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði,“ sagði Ágúst Ólafur í yfirlýsingu sem birtist 7. desember í fyrra. Sé miðað við það ætti Ágúst Ólafur mæta til starfa eftir viku. Fyrir liggur að þetta mál er þingflokknum afar erfitt og viðkvæmt en í því samhengi má nefna að þingmenn Samfylkingar hafa tekið afar einarða afstöðu gegn þingmönnum Miðflokksins eftir að Klaustur-málið kom upp og telja að þeim eigi ekki að vera vært á þinginu. Það er meðal annars á forsendum orða sem túlkuð hafa verið sem kvenfyrirlitning. Logi Einarsson, formaður flokksins, vildi ekkert um það segja hvort hann teldi að Ágústi Ólafi bæri að segja af sér vegna málsins, á sínum tíma. Ágúst Ólafur fundaði með Oddný G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingar í hádeginu í dag. Oddný vildi ekki tjá sig um þann fund þegar eftir því var leitað. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ágústi Ólafi en hann hefur hvorki svarað síma né fyrirspurn í tölvupósti.Uppfært klukkan 16:45 Ekki er frágengið hvenær nákvæmlega Ágúst Ólafur mætir til starfa á nýjan leik, eins og segir í fréttinni. En, samkvæmt nýjum upplýsingum er þess ekki að vænta að hann komi eftir viku, eitthvað lengra mun vera í það. Kjördæmavika er haldin um miðjan febrúar og er búist við að Ágúst Ólafur mæti til starfa fljótlega eftir hana.
Alþingi MeToo Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05
Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05