Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 19:30 Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira