Hefur áhyggjur af íbúaþróun á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2019 09:51 Gunnar Gíslason er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira