Að vera einn, án annarra Guðmundur Steingrímsson skrifar 21. janúar 2019 07:15 Ég þekki enga manneskju sem hefur sérstaka ánægju af því að vera sem mest ein. Sem vill frekar, ef hún getur, vera alveg ein. Sem oftast. Án annarra. Allt sitt líf. Ég hef heyrt af þannig fólki, en ekki kynnst því, kannski vegna þess að það kynnist ekki mörgum. Allt fólk sem ég veit um hefur einhverja djúpa þörf fyrir aðra og þrífst illa án þess að eiga einhvers konar samneyti við aðra. Fólk þarfnast fólks. Ég veit þó um fólk sem er mikið eitt, en ekki vegna þess að það vill það endilega. Til er urmull af fólki sem leitar að öðru fólki, en finnur ekki. Þráin eftir innilegum samskiptum við aðra er sjáanleg í augum þess og vitnisburðurinn um löngunina kemur fljótt upp á yfirborðið í hversdagstali. Er ekki einhver fyrir mig þarna úti? Það getur verið skemmtilegt fyrir manneskju í hjónabandi að fara með góðum einmana vini eða vinkonu inn á Tinder sem ráðgjafi í kvöldstund eða svo, en mikið guðslifandi þakkar maður svo fyrir það eftir slíka syrpu, að maður skuli vera í sambandi. Að maður skuli ekki vera einn. Maður er ekki baun einn. Er þetta ekki frumþörf? Vantar ekki grunninn að öllu hinu, ef innilegra samskipta nýtur ekki við annað fólk, hvort sem er í ástarsambandi eða í góðri vináttu? Ég held það. Manneskjan er samskiptavera. Hún er einhvers konar sam-vera. Svo rammt kveður að þessu að nánast helmingur alls fólks á jörðu er núna tengdur hver öðrum í lófanum á sér og getur eiginlega ekki lifað án þess.Þjóð í vanda Stundum finnst mér eins og í stjórnmálum sé lenska sumra að líta algerlega fram hjá því hvernig Homo sapiens virkar. Það er eins og það sé enginn skilningur á grunnþörfunum. Mér finnst blasa við að í stjórnmálum hljóti að gilda það sama og í lífinu. Þú ert ósköp máttlaus einn. Þú verður að vinna með öðrum, treysta öðrum, tala við aðra, eiga í sambandi. Hér er ég, eins og svo margir aðrir undanfarna daga, að tala um Brexit. Ég bjó einu sinni í London. Það var ótrúlega skemmtilegur tími. Bresk menning er stórkostleg. Ég át í mig dagblöðin, sem voru uppfull af skemmtilegu efni. Ég horfði á fréttaskýringarþættina og dáðist að þessum upplýstu rökræðum sem áttu sér stað. Annað en í bælda og málefnasnauða skætingnum heima. Ég fór í leikhúsin, á tónleikana og myndlistargalleríin. Og jú, jú. Ég datt líka í það og fór í fullt af partíum. Lykilatriðið er, að eftir kynni mín af Bretum — og ég held að margir Íslendingar hafi sömu sögu að segja — finnst manni svo ótrúlega ömurlegt að horfa upp á vandræðin sem elsku bestu Bretar hafa komið sér í.Að hanna tálsýn Bretar eru ekki að fara eitthvað annað, í annað samband. Þeir ætla bara að vera einir. Það er ótrúlegt. Vissulega er til fólk í góðum samböndum sem fær þá flugu í höfuðið að það sé betra að vera einn. Fara upp í sveit og láta sig hverfa. Að lifa meðal spóa. Það kann að vera rétt um stundarsakir, en yfirleitt liggur leiðin aftur á Tinder eða á næsta bar eða á spilakvöld hjá kvenfélaginu. Manneskja þarf manneskju. Þjóð þarf þjóðir. Einhver laug að breskum kjósendum að það væri betra að vera einn. Rétt innan við helmingur trúði því ekki. Hinn trúði því. Núna eru stjórnmálamenn að streða við það, jafnvel gegn sínum vilja, að hanna einhvers konar leið þar sem Bretar standa einir en eru samt ekki einir. Flestir vilja auðvitað áfram njóta allra góðu kosta samvinnunnar, sem sjálfstæð ríki Evrópu hafa þróað saman, jafnvel líka þeir sem vilja samt yfirgefa samvinnuna. Skipulega þarf því að hanna einhvers konar tálsýn, abstrakt hliðarveruleika þar sem bæði er hægt að halda því fram að Bretar séu einir en samt ekki.Gæðin sem gleymdust Stundum missir fólk sjónar á gæðum sínum. Að fá að ferðast frjálst um lönd heillar álfu, vinna frjálst hvar sem er, njóta fjarskipta með sama kostnaði alls staðar, að þurfa ekki að óttast landamæri, að geta menntað sig hvar sem er, stundað viðskipti hvar sem er, notið heilbrigðisþjónustu hvar sem er og komið sér upp heimili hvar sem er innan heillar álfu sem áður logaði í styrjöldum. Allt þetta eru gæði sem greinilega helmingur þjóðar gat gleymt, og vill núna láta sig hverfa. Bretar munu fljótt uppgötva að það er ekkert fengið með því að yfirgefa farsælt samstarf Evrópuríkja, sem hefur fært þegnunum ótrúleg lífsgæði. Þeir verða mættir aftur á Tinder áður en við vitum af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki enga manneskju sem hefur sérstaka ánægju af því að vera sem mest ein. Sem vill frekar, ef hún getur, vera alveg ein. Sem oftast. Án annarra. Allt sitt líf. Ég hef heyrt af þannig fólki, en ekki kynnst því, kannski vegna þess að það kynnist ekki mörgum. Allt fólk sem ég veit um hefur einhverja djúpa þörf fyrir aðra og þrífst illa án þess að eiga einhvers konar samneyti við aðra. Fólk þarfnast fólks. Ég veit þó um fólk sem er mikið eitt, en ekki vegna þess að það vill það endilega. Til er urmull af fólki sem leitar að öðru fólki, en finnur ekki. Þráin eftir innilegum samskiptum við aðra er sjáanleg í augum þess og vitnisburðurinn um löngunina kemur fljótt upp á yfirborðið í hversdagstali. Er ekki einhver fyrir mig þarna úti? Það getur verið skemmtilegt fyrir manneskju í hjónabandi að fara með góðum einmana vini eða vinkonu inn á Tinder sem ráðgjafi í kvöldstund eða svo, en mikið guðslifandi þakkar maður svo fyrir það eftir slíka syrpu, að maður skuli vera í sambandi. Að maður skuli ekki vera einn. Maður er ekki baun einn. Er þetta ekki frumþörf? Vantar ekki grunninn að öllu hinu, ef innilegra samskipta nýtur ekki við annað fólk, hvort sem er í ástarsambandi eða í góðri vináttu? Ég held það. Manneskjan er samskiptavera. Hún er einhvers konar sam-vera. Svo rammt kveður að þessu að nánast helmingur alls fólks á jörðu er núna tengdur hver öðrum í lófanum á sér og getur eiginlega ekki lifað án þess.Þjóð í vanda Stundum finnst mér eins og í stjórnmálum sé lenska sumra að líta algerlega fram hjá því hvernig Homo sapiens virkar. Það er eins og það sé enginn skilningur á grunnþörfunum. Mér finnst blasa við að í stjórnmálum hljóti að gilda það sama og í lífinu. Þú ert ósköp máttlaus einn. Þú verður að vinna með öðrum, treysta öðrum, tala við aðra, eiga í sambandi. Hér er ég, eins og svo margir aðrir undanfarna daga, að tala um Brexit. Ég bjó einu sinni í London. Það var ótrúlega skemmtilegur tími. Bresk menning er stórkostleg. Ég át í mig dagblöðin, sem voru uppfull af skemmtilegu efni. Ég horfði á fréttaskýringarþættina og dáðist að þessum upplýstu rökræðum sem áttu sér stað. Annað en í bælda og málefnasnauða skætingnum heima. Ég fór í leikhúsin, á tónleikana og myndlistargalleríin. Og jú, jú. Ég datt líka í það og fór í fullt af partíum. Lykilatriðið er, að eftir kynni mín af Bretum — og ég held að margir Íslendingar hafi sömu sögu að segja — finnst manni svo ótrúlega ömurlegt að horfa upp á vandræðin sem elsku bestu Bretar hafa komið sér í.Að hanna tálsýn Bretar eru ekki að fara eitthvað annað, í annað samband. Þeir ætla bara að vera einir. Það er ótrúlegt. Vissulega er til fólk í góðum samböndum sem fær þá flugu í höfuðið að það sé betra að vera einn. Fara upp í sveit og láta sig hverfa. Að lifa meðal spóa. Það kann að vera rétt um stundarsakir, en yfirleitt liggur leiðin aftur á Tinder eða á næsta bar eða á spilakvöld hjá kvenfélaginu. Manneskja þarf manneskju. Þjóð þarf þjóðir. Einhver laug að breskum kjósendum að það væri betra að vera einn. Rétt innan við helmingur trúði því ekki. Hinn trúði því. Núna eru stjórnmálamenn að streða við það, jafnvel gegn sínum vilja, að hanna einhvers konar leið þar sem Bretar standa einir en eru samt ekki einir. Flestir vilja auðvitað áfram njóta allra góðu kosta samvinnunnar, sem sjálfstæð ríki Evrópu hafa þróað saman, jafnvel líka þeir sem vilja samt yfirgefa samvinnuna. Skipulega þarf því að hanna einhvers konar tálsýn, abstrakt hliðarveruleika þar sem bæði er hægt að halda því fram að Bretar séu einir en samt ekki.Gæðin sem gleymdust Stundum missir fólk sjónar á gæðum sínum. Að fá að ferðast frjálst um lönd heillar álfu, vinna frjálst hvar sem er, njóta fjarskipta með sama kostnaði alls staðar, að þurfa ekki að óttast landamæri, að geta menntað sig hvar sem er, stundað viðskipti hvar sem er, notið heilbrigðisþjónustu hvar sem er og komið sér upp heimili hvar sem er innan heillar álfu sem áður logaði í styrjöldum. Allt þetta eru gæði sem greinilega helmingur þjóðar gat gleymt, og vill núna láta sig hverfa. Bretar munu fljótt uppgötva að það er ekkert fengið með því að yfirgefa farsælt samstarf Evrópuríkja, sem hefur fært þegnunum ótrúleg lífsgæði. Þeir verða mættir aftur á Tinder áður en við vitum af.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun