Að vera einn, án annarra Guðmundur Steingrímsson skrifar 21. janúar 2019 07:15 Ég þekki enga manneskju sem hefur sérstaka ánægju af því að vera sem mest ein. Sem vill frekar, ef hún getur, vera alveg ein. Sem oftast. Án annarra. Allt sitt líf. Ég hef heyrt af þannig fólki, en ekki kynnst því, kannski vegna þess að það kynnist ekki mörgum. Allt fólk sem ég veit um hefur einhverja djúpa þörf fyrir aðra og þrífst illa án þess að eiga einhvers konar samneyti við aðra. Fólk þarfnast fólks. Ég veit þó um fólk sem er mikið eitt, en ekki vegna þess að það vill það endilega. Til er urmull af fólki sem leitar að öðru fólki, en finnur ekki. Þráin eftir innilegum samskiptum við aðra er sjáanleg í augum þess og vitnisburðurinn um löngunina kemur fljótt upp á yfirborðið í hversdagstali. Er ekki einhver fyrir mig þarna úti? Það getur verið skemmtilegt fyrir manneskju í hjónabandi að fara með góðum einmana vini eða vinkonu inn á Tinder sem ráðgjafi í kvöldstund eða svo, en mikið guðslifandi þakkar maður svo fyrir það eftir slíka syrpu, að maður skuli vera í sambandi. Að maður skuli ekki vera einn. Maður er ekki baun einn. Er þetta ekki frumþörf? Vantar ekki grunninn að öllu hinu, ef innilegra samskipta nýtur ekki við annað fólk, hvort sem er í ástarsambandi eða í góðri vináttu? Ég held það. Manneskjan er samskiptavera. Hún er einhvers konar sam-vera. Svo rammt kveður að þessu að nánast helmingur alls fólks á jörðu er núna tengdur hver öðrum í lófanum á sér og getur eiginlega ekki lifað án þess.Þjóð í vanda Stundum finnst mér eins og í stjórnmálum sé lenska sumra að líta algerlega fram hjá því hvernig Homo sapiens virkar. Það er eins og það sé enginn skilningur á grunnþörfunum. Mér finnst blasa við að í stjórnmálum hljóti að gilda það sama og í lífinu. Þú ert ósköp máttlaus einn. Þú verður að vinna með öðrum, treysta öðrum, tala við aðra, eiga í sambandi. Hér er ég, eins og svo margir aðrir undanfarna daga, að tala um Brexit. Ég bjó einu sinni í London. Það var ótrúlega skemmtilegur tími. Bresk menning er stórkostleg. Ég át í mig dagblöðin, sem voru uppfull af skemmtilegu efni. Ég horfði á fréttaskýringarþættina og dáðist að þessum upplýstu rökræðum sem áttu sér stað. Annað en í bælda og málefnasnauða skætingnum heima. Ég fór í leikhúsin, á tónleikana og myndlistargalleríin. Og jú, jú. Ég datt líka í það og fór í fullt af partíum. Lykilatriðið er, að eftir kynni mín af Bretum — og ég held að margir Íslendingar hafi sömu sögu að segja — finnst manni svo ótrúlega ömurlegt að horfa upp á vandræðin sem elsku bestu Bretar hafa komið sér í.Að hanna tálsýn Bretar eru ekki að fara eitthvað annað, í annað samband. Þeir ætla bara að vera einir. Það er ótrúlegt. Vissulega er til fólk í góðum samböndum sem fær þá flugu í höfuðið að það sé betra að vera einn. Fara upp í sveit og láta sig hverfa. Að lifa meðal spóa. Það kann að vera rétt um stundarsakir, en yfirleitt liggur leiðin aftur á Tinder eða á næsta bar eða á spilakvöld hjá kvenfélaginu. Manneskja þarf manneskju. Þjóð þarf þjóðir. Einhver laug að breskum kjósendum að það væri betra að vera einn. Rétt innan við helmingur trúði því ekki. Hinn trúði því. Núna eru stjórnmálamenn að streða við það, jafnvel gegn sínum vilja, að hanna einhvers konar leið þar sem Bretar standa einir en eru samt ekki einir. Flestir vilja auðvitað áfram njóta allra góðu kosta samvinnunnar, sem sjálfstæð ríki Evrópu hafa þróað saman, jafnvel líka þeir sem vilja samt yfirgefa samvinnuna. Skipulega þarf því að hanna einhvers konar tálsýn, abstrakt hliðarveruleika þar sem bæði er hægt að halda því fram að Bretar séu einir en samt ekki.Gæðin sem gleymdust Stundum missir fólk sjónar á gæðum sínum. Að fá að ferðast frjálst um lönd heillar álfu, vinna frjálst hvar sem er, njóta fjarskipta með sama kostnaði alls staðar, að þurfa ekki að óttast landamæri, að geta menntað sig hvar sem er, stundað viðskipti hvar sem er, notið heilbrigðisþjónustu hvar sem er og komið sér upp heimili hvar sem er innan heillar álfu sem áður logaði í styrjöldum. Allt þetta eru gæði sem greinilega helmingur þjóðar gat gleymt, og vill núna láta sig hverfa. Bretar munu fljótt uppgötva að það er ekkert fengið með því að yfirgefa farsælt samstarf Evrópuríkja, sem hefur fært þegnunum ótrúleg lífsgæði. Þeir verða mættir aftur á Tinder áður en við vitum af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég þekki enga manneskju sem hefur sérstaka ánægju af því að vera sem mest ein. Sem vill frekar, ef hún getur, vera alveg ein. Sem oftast. Án annarra. Allt sitt líf. Ég hef heyrt af þannig fólki, en ekki kynnst því, kannski vegna þess að það kynnist ekki mörgum. Allt fólk sem ég veit um hefur einhverja djúpa þörf fyrir aðra og þrífst illa án þess að eiga einhvers konar samneyti við aðra. Fólk þarfnast fólks. Ég veit þó um fólk sem er mikið eitt, en ekki vegna þess að það vill það endilega. Til er urmull af fólki sem leitar að öðru fólki, en finnur ekki. Þráin eftir innilegum samskiptum við aðra er sjáanleg í augum þess og vitnisburðurinn um löngunina kemur fljótt upp á yfirborðið í hversdagstali. Er ekki einhver fyrir mig þarna úti? Það getur verið skemmtilegt fyrir manneskju í hjónabandi að fara með góðum einmana vini eða vinkonu inn á Tinder sem ráðgjafi í kvöldstund eða svo, en mikið guðslifandi þakkar maður svo fyrir það eftir slíka syrpu, að maður skuli vera í sambandi. Að maður skuli ekki vera einn. Maður er ekki baun einn. Er þetta ekki frumþörf? Vantar ekki grunninn að öllu hinu, ef innilegra samskipta nýtur ekki við annað fólk, hvort sem er í ástarsambandi eða í góðri vináttu? Ég held það. Manneskjan er samskiptavera. Hún er einhvers konar sam-vera. Svo rammt kveður að þessu að nánast helmingur alls fólks á jörðu er núna tengdur hver öðrum í lófanum á sér og getur eiginlega ekki lifað án þess.Þjóð í vanda Stundum finnst mér eins og í stjórnmálum sé lenska sumra að líta algerlega fram hjá því hvernig Homo sapiens virkar. Það er eins og það sé enginn skilningur á grunnþörfunum. Mér finnst blasa við að í stjórnmálum hljóti að gilda það sama og í lífinu. Þú ert ósköp máttlaus einn. Þú verður að vinna með öðrum, treysta öðrum, tala við aðra, eiga í sambandi. Hér er ég, eins og svo margir aðrir undanfarna daga, að tala um Brexit. Ég bjó einu sinni í London. Það var ótrúlega skemmtilegur tími. Bresk menning er stórkostleg. Ég át í mig dagblöðin, sem voru uppfull af skemmtilegu efni. Ég horfði á fréttaskýringarþættina og dáðist að þessum upplýstu rökræðum sem áttu sér stað. Annað en í bælda og málefnasnauða skætingnum heima. Ég fór í leikhúsin, á tónleikana og myndlistargalleríin. Og jú, jú. Ég datt líka í það og fór í fullt af partíum. Lykilatriðið er, að eftir kynni mín af Bretum — og ég held að margir Íslendingar hafi sömu sögu að segja — finnst manni svo ótrúlega ömurlegt að horfa upp á vandræðin sem elsku bestu Bretar hafa komið sér í.Að hanna tálsýn Bretar eru ekki að fara eitthvað annað, í annað samband. Þeir ætla bara að vera einir. Það er ótrúlegt. Vissulega er til fólk í góðum samböndum sem fær þá flugu í höfuðið að það sé betra að vera einn. Fara upp í sveit og láta sig hverfa. Að lifa meðal spóa. Það kann að vera rétt um stundarsakir, en yfirleitt liggur leiðin aftur á Tinder eða á næsta bar eða á spilakvöld hjá kvenfélaginu. Manneskja þarf manneskju. Þjóð þarf þjóðir. Einhver laug að breskum kjósendum að það væri betra að vera einn. Rétt innan við helmingur trúði því ekki. Hinn trúði því. Núna eru stjórnmálamenn að streða við það, jafnvel gegn sínum vilja, að hanna einhvers konar leið þar sem Bretar standa einir en eru samt ekki einir. Flestir vilja auðvitað áfram njóta allra góðu kosta samvinnunnar, sem sjálfstæð ríki Evrópu hafa þróað saman, jafnvel líka þeir sem vilja samt yfirgefa samvinnuna. Skipulega þarf því að hanna einhvers konar tálsýn, abstrakt hliðarveruleika þar sem bæði er hægt að halda því fram að Bretar séu einir en samt ekki.Gæðin sem gleymdust Stundum missir fólk sjónar á gæðum sínum. Að fá að ferðast frjálst um lönd heillar álfu, vinna frjálst hvar sem er, njóta fjarskipta með sama kostnaði alls staðar, að þurfa ekki að óttast landamæri, að geta menntað sig hvar sem er, stundað viðskipti hvar sem er, notið heilbrigðisþjónustu hvar sem er og komið sér upp heimili hvar sem er innan heillar álfu sem áður logaði í styrjöldum. Allt þetta eru gæði sem greinilega helmingur þjóðar gat gleymt, og vill núna láta sig hverfa. Bretar munu fljótt uppgötva að það er ekkert fengið með því að yfirgefa farsælt samstarf Evrópuríkja, sem hefur fært þegnunum ótrúleg lífsgæði. Þeir verða mættir aftur á Tinder áður en við vitum af.
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar