Nekt í banka Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. janúar 2019 07:00 Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. Þeir þoldu þetta víst flestir án þess að líða umtalsverðar andlegar kvalir – samt ekki allir. Einum ofur viðkvæmum starfsmanni var svo misboðið að hann kvartaði undan nektinni. Kvörtunin var sett í langt og strangt ferli sem loks fékkst niðurstaða í. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi hafa nektarmálverk eftir Blöndal verið fjarlægð úr opnu rými og þau sett í læsta geymslu. Þannig er komið í veg fyrir að verkin særi blygðunarkennd starfsmanna meir en orðið er. Enginn starfsmaður Seðlabankans þarf því framar að finna fyrir óþægindum eða vera misboðið við að horfa á nektarmálverk eftir einn þekktasta og virtasta listmálara Íslendinga á 20. öld. Starfsmenn Seðlabankans eru þó ekki alveg hólpnir. Einhverjir í þeirra hópi eiga vísast eftir að ramba inn á listasöfn hér á landi og erlendis og þar má iðulega sjá listaverk af beru fólki. Gunnlaugur Blöndal er einungis lítill hluti af miklu stærri vanda; semsagt þeim að merkustu myndlistarmenn allra tíma hafa hrifist af mannslíkamanum og sótt til hans innblástur. Verk þeirra eru á söfnum, á heimilum og hanga uppi á veggjum stofnana. Ekki hefur sérstaklega orðið vart við að þeir sem hafa þessi verk fyrir augum finni til umtalsverðra óþæginda við að sjá hvernig karlar og konur eru sköpuð frá náttúrunnar hendi. Í Seðlabanka Íslands skapast hins vegar uppnám vegna nektarmálverka. Þar hefur meistari Gunnlaugur Blöndal nú verið stimplaður sem dónamálari. Greinilegt er að í Seðlabankanum er við lýði óþol, jafnvel skelfing, vegna þess að nekt fyrirfinnst á málverkum í eigu bankans. Pempíuleg viðhorf eiga afar illa við þegar kemur að list enda bjóða þau upp á umfangsmikla ritskoðun. Í bankanum er að sögn að finna dágott safn klassískrar myndlistar eftir marga af helstu meisturum Íslendinga, fyrr og síðar. Það er krefjandi spurning hvort þau verk eigi heima í stofnun sem hefur tekið sér það vald að ritskoða myndlistarsögu landsins. Seðlabankinn hefur nú flokkað verk vel metins listamanns sem ámælisverða list sem sé til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem á hana horfa. Engar líkur eru á að listfræðingar þessa lands taki undir það mat. Seðlabankinn kom verkunum í öruggt skjól, setti þau í læsta geymslu. Þar eiga þau hins vegar ekki heima, þau ættu að vera á listasafni þar sem landsmenn fá að njóta þeirra. Íslenska þjóðin er blessunarlega þeirrar gerðar að hún er ekki líkleg til að fá vægt taugaáfall við að sjá nakta manneskju á mynd, hvort sem um er að ræða karl eða konu. Listaverk eiga að vera þar sem fólk nýtur þeirra, ekki þar sem pempíulegar manneskjur, fátækar í andanum, reka upp hneykslunaróp og krefjast þess að „ósóminn“ verði hið snarasta fjarlægður. Það er stórkostlegur áfellisdómur yfir Seðlabanka Íslands að á slíkt væl skuli hafa verið hlustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Starfsmenn Seðlabanka Íslands máttu þola það í nokkurn tíma að hafa fyrir augum málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem nakinn kvenmannslíkami blasti við. Þeir þoldu þetta víst flestir án þess að líða umtalsverðar andlegar kvalir – samt ekki allir. Einum ofur viðkvæmum starfsmanni var svo misboðið að hann kvartaði undan nektinni. Kvörtunin var sett í langt og strangt ferli sem loks fékkst niðurstaða í. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi hafa nektarmálverk eftir Blöndal verið fjarlægð úr opnu rými og þau sett í læsta geymslu. Þannig er komið í veg fyrir að verkin særi blygðunarkennd starfsmanna meir en orðið er. Enginn starfsmaður Seðlabankans þarf því framar að finna fyrir óþægindum eða vera misboðið við að horfa á nektarmálverk eftir einn þekktasta og virtasta listmálara Íslendinga á 20. öld. Starfsmenn Seðlabankans eru þó ekki alveg hólpnir. Einhverjir í þeirra hópi eiga vísast eftir að ramba inn á listasöfn hér á landi og erlendis og þar má iðulega sjá listaverk af beru fólki. Gunnlaugur Blöndal er einungis lítill hluti af miklu stærri vanda; semsagt þeim að merkustu myndlistarmenn allra tíma hafa hrifist af mannslíkamanum og sótt til hans innblástur. Verk þeirra eru á söfnum, á heimilum og hanga uppi á veggjum stofnana. Ekki hefur sérstaklega orðið vart við að þeir sem hafa þessi verk fyrir augum finni til umtalsverðra óþæginda við að sjá hvernig karlar og konur eru sköpuð frá náttúrunnar hendi. Í Seðlabanka Íslands skapast hins vegar uppnám vegna nektarmálverka. Þar hefur meistari Gunnlaugur Blöndal nú verið stimplaður sem dónamálari. Greinilegt er að í Seðlabankanum er við lýði óþol, jafnvel skelfing, vegna þess að nekt fyrirfinnst á málverkum í eigu bankans. Pempíuleg viðhorf eiga afar illa við þegar kemur að list enda bjóða þau upp á umfangsmikla ritskoðun. Í bankanum er að sögn að finna dágott safn klassískrar myndlistar eftir marga af helstu meisturum Íslendinga, fyrr og síðar. Það er krefjandi spurning hvort þau verk eigi heima í stofnun sem hefur tekið sér það vald að ritskoða myndlistarsögu landsins. Seðlabankinn hefur nú flokkað verk vel metins listamanns sem ámælisverða list sem sé til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem á hana horfa. Engar líkur eru á að listfræðingar þessa lands taki undir það mat. Seðlabankinn kom verkunum í öruggt skjól, setti þau í læsta geymslu. Þar eiga þau hins vegar ekki heima, þau ættu að vera á listasafni þar sem landsmenn fá að njóta þeirra. Íslenska þjóðin er blessunarlega þeirrar gerðar að hún er ekki líkleg til að fá vægt taugaáfall við að sjá nakta manneskju á mynd, hvort sem um er að ræða karl eða konu. Listaverk eiga að vera þar sem fólk nýtur þeirra, ekki þar sem pempíulegar manneskjur, fátækar í andanum, reka upp hneykslunaróp og krefjast þess að „ósóminn“ verði hið snarasta fjarlægður. Það er stórkostlegur áfellisdómur yfir Seðlabanka Íslands að á slíkt væl skuli hafa verið hlustað.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun