Telja matskerfi Þjóðskrár of sjálfvirkt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Þjóðskrá var gerð afturreka í einu tilfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON brink „Það var afráðið að láta reyna á þetta þar sem við töldum að fasteignamatið hefði hækkað undanfarin ár umfram það sem eðlilegt er,“ segir lögmaðurinn Árni Helgason. Nýlega skilaði yfirfasteignamatsnefnd (YFMN) úrskurði í sjö málum er varða fasteignamat sjö eigna Dalsness ehf. Árni rak málin fyrir hönd félagsins. Í einstökum tilfellum hafði fasteignamatið hækkað um nær 20 prósent milli áranna 2017 og 2018. Árni nefnir í dæmaskyni að í einu málinu hafi verið látið reyna á verðmæti atvinnuhúsnæðis sem var keypt árið 2016 fyrir 70 milljónir króna en fasteignamatið fyrir árið 2019 sé 117 milljónir króna. Eignin er 18 ára og ekki hefur verið farið út í breytingar eða endurbætur frá því að hún var keypt. Þetta þótti félaginu fullmikið og krafðist endurskoðunar á matinu. Þjóðskrá hafnaði því og því var málinu vísað til YFMN. Nefndin staðfesti mat Þjóðskrár í sex tilfellum af sjö en vísaði einu máli heim. „Forsendurnar að baki hækkununum töldum við ekki réttar og oft er erfitt að átta sig á þeim þegar óskað er eftir rökstuðningi frá Þjóðskrá. Okkur finnst matið oft of vélrænt og upp á vanta að hver og ein eign sé metin út frá ástandi, aldri og líklegu söluverði,“ segir Árni. Sem stendur sé hann að skoða málið með umbjóðanda sínum og meta hvort ástæða sé til að höfða dómsmál. Við þá skoðun verði einnig kannað hvort rétt sé að höfða mál vegna mats fyrri ára. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
„Það var afráðið að láta reyna á þetta þar sem við töldum að fasteignamatið hefði hækkað undanfarin ár umfram það sem eðlilegt er,“ segir lögmaðurinn Árni Helgason. Nýlega skilaði yfirfasteignamatsnefnd (YFMN) úrskurði í sjö málum er varða fasteignamat sjö eigna Dalsness ehf. Árni rak málin fyrir hönd félagsins. Í einstökum tilfellum hafði fasteignamatið hækkað um nær 20 prósent milli áranna 2017 og 2018. Árni nefnir í dæmaskyni að í einu málinu hafi verið látið reyna á verðmæti atvinnuhúsnæðis sem var keypt árið 2016 fyrir 70 milljónir króna en fasteignamatið fyrir árið 2019 sé 117 milljónir króna. Eignin er 18 ára og ekki hefur verið farið út í breytingar eða endurbætur frá því að hún var keypt. Þetta þótti félaginu fullmikið og krafðist endurskoðunar á matinu. Þjóðskrá hafnaði því og því var málinu vísað til YFMN. Nefndin staðfesti mat Þjóðskrár í sex tilfellum af sjö en vísaði einu máli heim. „Forsendurnar að baki hækkununum töldum við ekki réttar og oft er erfitt að átta sig á þeim þegar óskað er eftir rökstuðningi frá Þjóðskrá. Okkur finnst matið oft of vélrænt og upp á vanta að hver og ein eign sé metin út frá ástandi, aldri og líklegu söluverði,“ segir Árni. Sem stendur sé hann að skoða málið með umbjóðanda sínum og meta hvort ástæða sé til að höfða dómsmál. Við þá skoðun verði einnig kannað hvort rétt sé að höfða mál vegna mats fyrri ára.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira