Dýrara að hita upp hús með kaldara heitavatni frá Veitum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. janúar 2019 06:45 Er gaus í Eyjafjallajökli 2010 var vandamálið aska í sundlauginni. Nú er það heitavatnsskortur. Fréttablaðið/Pjetur „Fólk var að fá bakreikninga núna alveg unnvörpum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem íbúar, líkt og í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra, eru ósáttir við hækkandi hitavatnsreikninga. Í samhljóða bókunum sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna segir talsvert hafa borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafi verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. „Ástæða þess er meðal annars að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum,“ segir í bókunum þar sem fram kemur að fá eigi fund með forsvarsmönnum Veitna vegna hitaveitunnar. „Þarna erum við svolítið að biðla til Veitna,“ segir Anton Kári. Hann útskýrir að í samningnum sem gerður var þegar Veitur keyptu Hitaveitu Rangæinga á sínum tíma hafi láðst að skilgreina lágmarks aftöppunarhita á vatninu.Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir„Undanfarna vetur hefur verið vesen að afla nægs og nægjanlega heits vatns. Lagnirnar eru orðnar gamlar og virkni borholanna hefur minnkað. Þá höfum við lent í því að vatnið sem kemur er ekki nægjanlega heitt. Það veldur því náttúrlega að það rennur meira í gegn um kerfin,“ lýsir sveitarstjórinn ástandinu. Að sögn Antons Kára hefur fólk fengið bakreikninga þar sem notkunin hefur vaxið upp fyrir áætlun ársins. „Þetta voru bakreikningar fyrir árið alveg frá 30 þúsund krónum og upp í 150 þúsund. Það er kyndistöð á Hvolsvelli þar sem heita vatnið fer í gegn. Hún var notuð á sínum tíma til þess að skerpa á vatninu og ná upp því hitastigi aftur sem tapaðist á flutningnum ofan úr Laugalandi. En sú kyndistöð er óvirk í dag. Og það er ekkert kappsmál Veitna að skaffa heitara vatn,“ segir Anton Kári. Sem dæmi um afleiðingarnar segir sveitarstjórinn að sundlaugina hafi þurft að hafa lokaða 29 daga í fyrra vegna heitavatnsskorts af því að Veitur gátu ekki útvegað nægt heitt vatn. Fram undan sé að eiga samtal við Veitur sem sveitarfélagið hafi átt góð samskipti við. Hluti vatnsskortsins skýrist síðan af mikilli uppbyggingu á svæðinu sem útheimti meira vatn. „Þetta hefur ekki alveg fylgt í takt og því er farið að bera á skorti. En okkur finnst að íbúar eigi ekki að gjalda fyrir það að þurfa orðið að nota helmingi meira vatn til að halda húsunum sínum heitum.“ Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir ástæðu hærri reikninga hjá viðskiptavinum Rangárveitna af tvennum toga. Í fyrsta lagi var árið 2018 sérstaklega kalt og fólk almennt notaði meira heitt vatn. „Þetta skýrir megnið af hærri hitareikningum og einskorðast auðvitað ekki við notendur hjá Rangárveitum heldur á við um flesta íbúa suðvesturhorns landsins.“ Við áætlun fyrir árið 2018 hafi verið tekið mið af notkuninni 2017 þegar mun hlýrra hafi verið í veðri. Þá segir Ólöf að önnur ástæða fyrir hækkun reikninga sé lægra hitastig vatnsins frá veitunni. „Við höfum skoðað gögn yfir hitastigið frá vinnslusvæðum Rangárveitna á árunum 2016-2018,“ segir hún. „Á þeim tíma hefur meðalhitastig á ársgrundvelli lækkað um sirka 2 gráður á selsíus.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Fólk var að fá bakreikninga núna alveg unnvörpum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem íbúar, líkt og í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra, eru ósáttir við hækkandi hitavatnsreikninga. Í samhljóða bókunum sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna segir talsvert hafa borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafi verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. „Ástæða þess er meðal annars að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum,“ segir í bókunum þar sem fram kemur að fá eigi fund með forsvarsmönnum Veitna vegna hitaveitunnar. „Þarna erum við svolítið að biðla til Veitna,“ segir Anton Kári. Hann útskýrir að í samningnum sem gerður var þegar Veitur keyptu Hitaveitu Rangæinga á sínum tíma hafi láðst að skilgreina lágmarks aftöppunarhita á vatninu.Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir„Undanfarna vetur hefur verið vesen að afla nægs og nægjanlega heits vatns. Lagnirnar eru orðnar gamlar og virkni borholanna hefur minnkað. Þá höfum við lent í því að vatnið sem kemur er ekki nægjanlega heitt. Það veldur því náttúrlega að það rennur meira í gegn um kerfin,“ lýsir sveitarstjórinn ástandinu. Að sögn Antons Kára hefur fólk fengið bakreikninga þar sem notkunin hefur vaxið upp fyrir áætlun ársins. „Þetta voru bakreikningar fyrir árið alveg frá 30 þúsund krónum og upp í 150 þúsund. Það er kyndistöð á Hvolsvelli þar sem heita vatnið fer í gegn. Hún var notuð á sínum tíma til þess að skerpa á vatninu og ná upp því hitastigi aftur sem tapaðist á flutningnum ofan úr Laugalandi. En sú kyndistöð er óvirk í dag. Og það er ekkert kappsmál Veitna að skaffa heitara vatn,“ segir Anton Kári. Sem dæmi um afleiðingarnar segir sveitarstjórinn að sundlaugina hafi þurft að hafa lokaða 29 daga í fyrra vegna heitavatnsskorts af því að Veitur gátu ekki útvegað nægt heitt vatn. Fram undan sé að eiga samtal við Veitur sem sveitarfélagið hafi átt góð samskipti við. Hluti vatnsskortsins skýrist síðan af mikilli uppbyggingu á svæðinu sem útheimti meira vatn. „Þetta hefur ekki alveg fylgt í takt og því er farið að bera á skorti. En okkur finnst að íbúar eigi ekki að gjalda fyrir það að þurfa orðið að nota helmingi meira vatn til að halda húsunum sínum heitum.“ Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir ástæðu hærri reikninga hjá viðskiptavinum Rangárveitna af tvennum toga. Í fyrsta lagi var árið 2018 sérstaklega kalt og fólk almennt notaði meira heitt vatn. „Þetta skýrir megnið af hærri hitareikningum og einskorðast auðvitað ekki við notendur hjá Rangárveitum heldur á við um flesta íbúa suðvesturhorns landsins.“ Við áætlun fyrir árið 2018 hafi verið tekið mið af notkuninni 2017 þegar mun hlýrra hafi verið í veðri. Þá segir Ólöf að önnur ástæða fyrir hækkun reikninga sé lægra hitastig vatnsins frá veitunni. „Við höfum skoðað gögn yfir hitastigið frá vinnslusvæðum Rangárveitna á árunum 2016-2018,“ segir hún. „Á þeim tíma hefur meðalhitastig á ársgrundvelli lækkað um sirka 2 gráður á selsíus.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira