Meirihluti lækna vill ekki Landspítala við Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2019 11:17 Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Vísir/Vilhelm Yfir 60 prósent lækna telja staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna sem kynntar verða og ræddar á Læknadögum sem hófust í Hörpu í dag. Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Í könnuninni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni. Afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45% svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en 42% svarenda voru því mjög eða frekar sammála. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61-80 klukkustundir og 4% voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72% tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum. Yfir 60% lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Könnunin var unnin í október síðastliðnum fyrir Læknafélag Íslands af Forvörnum ehf. undir stjórn Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Alls bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Aldursdreifing og skipting á milli kynja var í ágætu samræmi við stéttina í heild sinni og sömuleiðis skipting á milli starfsstöðva (sjúkrahús, heilsugæsla, einkarekstur, opinber rekstur o.s.frv.). Niðurstöðurnar eru áþekkar á milli ólíkra starfsstöðva og virðast gefa glögga heildarmynd af atvinnutengdri líðan lækna um þessar mundir. Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Yfir 60 prósent lækna telja staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna sem kynntar verða og ræddar á Læknadögum sem hófust í Hörpu í dag. Um 7 prósent kvenkyns lækna telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuði og 47 prósent einhvern tímann á starfsævinni. Í könnuninni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni. Afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45% svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en 42% svarenda voru því mjög eða frekar sammála. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61-80 klukkustundir og 4% voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72% tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum. Yfir 60% lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Könnunin var unnin í október síðastliðnum fyrir Læknafélag Íslands af Forvörnum ehf. undir stjórn Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis. Alls bárust svör frá 728 læknum eða ríflega helmingi allra lækna á Íslandi. Aldursdreifing og skipting á milli kynja var í ágætu samræmi við stéttina í heild sinni og sömuleiðis skipting á milli starfsstöðva (sjúkrahús, heilsugæsla, einkarekstur, opinber rekstur o.s.frv.). Niðurstöðurnar eru áþekkar á milli ólíkra starfsstöðva og virðast gefa glögga heildarmynd af atvinnutengdri líðan lækna um þessar mundir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira