Guðbjörg í Ísfélaginu byggir upp stöðu í TM Hörður Ægisson skrifar 23. janúar 2019 07:45 Markaðsvirði TM er í dag tæplega 18 milljarðar króna. Mynd/TM Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hefur að undanförnu aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til, er hlutur Guðbjargar í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka og nemur hann nú um nokkrum prósentum sem þýðir að hún er komin í hóp stærstu hluthafa félagsins. Guðbjörg kom fyrst inn í hluthafahóp tryggingafélagsins á árinu 2016 þegar félagið Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar og fjölskyldu, hóf að fjárfesta í TM en í árslok 2017 nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum. Á síðustu vikum og mánuðum hefur félagið, samkvæmt þremur heimildarmönnum Markaðarins, hins vegar verið að byggja hratt upp stöðu sína í TM með kaupum á bréfum sem eru fjármögnuð hjá Íslandsbanka. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hversu stóran hlut félag Guðbjargar á orðið í TM, einkum á grundvelli framvirkra samninga, en ljóst er að eignarhluturinn er ekki stærri en samtals fimm prósent enda væri félaginu þá að öðrum kosti skylt að tilkynna um það til Kauphallarinnar.Guðbjörg MatthíasdóttirVISIR/ANTONEignarhlutur Íslandsbanka í TM, sem skiptist á veltubók og hluti vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans, nemur í dag rúmlega 7,8 prósentum. Þannig hefur hlutur bankans aukist um liðlega þrjú prósent frá því í júlí á síðasta ári þegar Íslandsbanki var skráður fyrir um fimm prósenta hlut í tryggingafélaginu. Hlutabréfaverð TM hefur lækkað um fjórðung á síðustu tólf mánuðum og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 26 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 17,6 milljörðum króna. Fimm prósenta hlutur í félaginu, svo dæmi sé tekið, er því í dag metinn á um 880 milljónir króna. Stærstu hluthafar TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta lífeyrissjóður. Aðrir umsvifamiklir fjárfestar í eigendahópi félagsins eru erlendir sjóðir í stýringu Lansdowne og Miton og þá er eignarhaldsfélagið Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Stoða, með rúmlega 6,6 prósenta hlut. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Eignarhaldsfélagið Fram, sem er móðurfélag Kristins ehf., átti eignir upp á samtals um 36 milljarða króna í árslok 2017 en á sama tíma námu skuldirnar aðeins rúmlega 516 milljónum króna. Eigið fé félagsins var því um 35,5 milljarðar króna. Auk þess að vera eigendur að Ísfélagi Vestmannaeyja, einu stærsta útgerðarfélagi landsins, eru félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu meðal annars í hópi helstu hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og heildsölurisanum Íslensk-Ameríska (ÍSAM). Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Vestmannaeyjar Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hefur að undanförnu aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til, er hlutur Guðbjargar í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka og nemur hann nú um nokkrum prósentum sem þýðir að hún er komin í hóp stærstu hluthafa félagsins. Guðbjörg kom fyrst inn í hluthafahóp tryggingafélagsins á árinu 2016 þegar félagið Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar og fjölskyldu, hóf að fjárfesta í TM en í árslok 2017 nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum. Á síðustu vikum og mánuðum hefur félagið, samkvæmt þremur heimildarmönnum Markaðarins, hins vegar verið að byggja hratt upp stöðu sína í TM með kaupum á bréfum sem eru fjármögnuð hjá Íslandsbanka. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hversu stóran hlut félag Guðbjargar á orðið í TM, einkum á grundvelli framvirkra samninga, en ljóst er að eignarhluturinn er ekki stærri en samtals fimm prósent enda væri félaginu þá að öðrum kosti skylt að tilkynna um það til Kauphallarinnar.Guðbjörg MatthíasdóttirVISIR/ANTONEignarhlutur Íslandsbanka í TM, sem skiptist á veltubók og hluti vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans, nemur í dag rúmlega 7,8 prósentum. Þannig hefur hlutur bankans aukist um liðlega þrjú prósent frá því í júlí á síðasta ári þegar Íslandsbanki var skráður fyrir um fimm prósenta hlut í tryggingafélaginu. Hlutabréfaverð TM hefur lækkað um fjórðung á síðustu tólf mánuðum og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 26 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 17,6 milljörðum króna. Fimm prósenta hlutur í félaginu, svo dæmi sé tekið, er því í dag metinn á um 880 milljónir króna. Stærstu hluthafar TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta lífeyrissjóður. Aðrir umsvifamiklir fjárfestar í eigendahópi félagsins eru erlendir sjóðir í stýringu Lansdowne og Miton og þá er eignarhaldsfélagið Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Stoða, með rúmlega 6,6 prósenta hlut. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Eignarhaldsfélagið Fram, sem er móðurfélag Kristins ehf., átti eignir upp á samtals um 36 milljarða króna í árslok 2017 en á sama tíma námu skuldirnar aðeins rúmlega 516 milljónum króna. Eigið fé félagsins var því um 35,5 milljarðar króna. Auk þess að vera eigendur að Ísfélagi Vestmannaeyja, einu stærsta útgerðarfélagi landsins, eru félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu meðal annars í hópi helstu hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og heildsölurisanum Íslensk-Ameríska (ÍSAM).
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Vestmannaeyjar Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira