Guðbjörg í Ísfélaginu byggir upp stöðu í TM Hörður Ægisson skrifar 23. janúar 2019 07:45 Markaðsvirði TM er í dag tæplega 18 milljarðar króna. Mynd/TM Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hefur að undanförnu aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til, er hlutur Guðbjargar í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka og nemur hann nú um nokkrum prósentum sem þýðir að hún er komin í hóp stærstu hluthafa félagsins. Guðbjörg kom fyrst inn í hluthafahóp tryggingafélagsins á árinu 2016 þegar félagið Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar og fjölskyldu, hóf að fjárfesta í TM en í árslok 2017 nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum. Á síðustu vikum og mánuðum hefur félagið, samkvæmt þremur heimildarmönnum Markaðarins, hins vegar verið að byggja hratt upp stöðu sína í TM með kaupum á bréfum sem eru fjármögnuð hjá Íslandsbanka. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hversu stóran hlut félag Guðbjargar á orðið í TM, einkum á grundvelli framvirkra samninga, en ljóst er að eignarhluturinn er ekki stærri en samtals fimm prósent enda væri félaginu þá að öðrum kosti skylt að tilkynna um það til Kauphallarinnar.Guðbjörg MatthíasdóttirVISIR/ANTONEignarhlutur Íslandsbanka í TM, sem skiptist á veltubók og hluti vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans, nemur í dag rúmlega 7,8 prósentum. Þannig hefur hlutur bankans aukist um liðlega þrjú prósent frá því í júlí á síðasta ári þegar Íslandsbanki var skráður fyrir um fimm prósenta hlut í tryggingafélaginu. Hlutabréfaverð TM hefur lækkað um fjórðung á síðustu tólf mánuðum og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 26 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 17,6 milljörðum króna. Fimm prósenta hlutur í félaginu, svo dæmi sé tekið, er því í dag metinn á um 880 milljónir króna. Stærstu hluthafar TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta lífeyrissjóður. Aðrir umsvifamiklir fjárfestar í eigendahópi félagsins eru erlendir sjóðir í stýringu Lansdowne og Miton og þá er eignarhaldsfélagið Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Stoða, með rúmlega 6,6 prósenta hlut. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Eignarhaldsfélagið Fram, sem er móðurfélag Kristins ehf., átti eignir upp á samtals um 36 milljarða króna í árslok 2017 en á sama tíma námu skuldirnar aðeins rúmlega 516 milljónum króna. Eigið fé félagsins var því um 35,5 milljarðar króna. Auk þess að vera eigendur að Ísfélagi Vestmannaeyja, einu stærsta útgerðarfélagi landsins, eru félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu meðal annars í hópi helstu hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og heildsölurisanum Íslensk-Ameríska (ÍSAM). Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Vestmannaeyjar Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hefur að undanförnu aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til, er hlutur Guðbjargar í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka og nemur hann nú um nokkrum prósentum sem þýðir að hún er komin í hóp stærstu hluthafa félagsins. Guðbjörg kom fyrst inn í hluthafahóp tryggingafélagsins á árinu 2016 þegar félagið Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar og fjölskyldu, hóf að fjárfesta í TM en í árslok 2017 nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum. Á síðustu vikum og mánuðum hefur félagið, samkvæmt þremur heimildarmönnum Markaðarins, hins vegar verið að byggja hratt upp stöðu sína í TM með kaupum á bréfum sem eru fjármögnuð hjá Íslandsbanka. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hversu stóran hlut félag Guðbjargar á orðið í TM, einkum á grundvelli framvirkra samninga, en ljóst er að eignarhluturinn er ekki stærri en samtals fimm prósent enda væri félaginu þá að öðrum kosti skylt að tilkynna um það til Kauphallarinnar.Guðbjörg MatthíasdóttirVISIR/ANTONEignarhlutur Íslandsbanka í TM, sem skiptist á veltubók og hluti vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans, nemur í dag rúmlega 7,8 prósentum. Þannig hefur hlutur bankans aukist um liðlega þrjú prósent frá því í júlí á síðasta ári þegar Íslandsbanki var skráður fyrir um fimm prósenta hlut í tryggingafélaginu. Hlutabréfaverð TM hefur lækkað um fjórðung á síðustu tólf mánuðum og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 26 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 17,6 milljörðum króna. Fimm prósenta hlutur í félaginu, svo dæmi sé tekið, er því í dag metinn á um 880 milljónir króna. Stærstu hluthafar TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta lífeyrissjóður. Aðrir umsvifamiklir fjárfestar í eigendahópi félagsins eru erlendir sjóðir í stýringu Lansdowne og Miton og þá er eignarhaldsfélagið Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Stoða, með rúmlega 6,6 prósenta hlut. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Eignarhaldsfélagið Fram, sem er móðurfélag Kristins ehf., átti eignir upp á samtals um 36 milljarða króna í árslok 2017 en á sama tíma námu skuldirnar aðeins rúmlega 516 milljónum króna. Eigið fé félagsins var því um 35,5 milljarðar króna. Auk þess að vera eigendur að Ísfélagi Vestmannaeyja, einu stærsta útgerðarfélagi landsins, eru félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu meðal annars í hópi helstu hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og heildsölurisanum Íslensk-Ameríska (ÍSAM).
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Vestmannaeyjar Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun