Leggja til að úrræði fyrir fyrstu kaupendur nái til fleiri Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2019 12:30 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira