Pure Icelandic sheep Guðrún Vilmundardóttir skrifar 24. janúar 2019 07:30 Þar sem ég gekk til vinnu í gærmorgun skrikaði mér fótur í hálkunni á leiðinni yfir Lækjargötu. Vinsamlegur ferðamaður forðaði mér frá falli. Rifjaðist þá upp rúmlega tuttugu ára gamalt atvik, þegar enginn gangandi vegfarandi var á ferð. Yfirleitt nokkurs staðar. Minnir mig. Ég átti gasalega fínt skósítt þungt ullarpils, loðfóðraðan plast-jakka með miklum boðungum – og hafði ég í tilefni kvöldsins fengið lánaðan forláta skinnhatt hjá ömmu, „pure Icelandic sheep,“ var bróderað innan í fóðrið. Í þessari múnderíngu arkaði ég af stað á vinafund. Leið mín lá yfir gönguljósin á Hringbraut. Tugir bíla námu staðar og ég skundaði yfir, eini gangandi vegfarandinn í augsýn. Þá rann ég í hálkunni. Kollsteyptist. Eins og í teiknimynd. Fætur upp í loft svo ullarpilsið hvolfdist yfir loðfóðraða plastjakkann en hrundi svo einhvern veginn aftur niður um mig miðja svo ég fékk giska mjúka lendingu, flötum beinum, með skósítt pilsið upp um mig og „pure Icelandic sheep“ ofan í augum. Ég sá ekki bofs. Ég hélt náttúrlega að þetta væri mitt síðasta. Þegar ég rankaði við mér var allt svart svo ég gerði ráð fyrir að vera í yfirliði. Leið svo nokkur stund. Fór ég þá að greina umhverfishljóð. Upp úr því hafði ég rænu á því að ýta pure Icelandic sheep frá augunum. Þar sem ég áttaði mig á aðstæðum í skjannabirtu bílljósanna tók ég umsvifalaust þá einörðu ákvörðun að nú væri best að láta eins og ekkert hefði í skorist. Stóð upp, hristi niður um mig pilsið, lagaði hattinn og arkaði af stað. Held ég fái mér brodda undir skóna. Og taki fram hattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þar sem ég gekk til vinnu í gærmorgun skrikaði mér fótur í hálkunni á leiðinni yfir Lækjargötu. Vinsamlegur ferðamaður forðaði mér frá falli. Rifjaðist þá upp rúmlega tuttugu ára gamalt atvik, þegar enginn gangandi vegfarandi var á ferð. Yfirleitt nokkurs staðar. Minnir mig. Ég átti gasalega fínt skósítt þungt ullarpils, loðfóðraðan plast-jakka með miklum boðungum – og hafði ég í tilefni kvöldsins fengið lánaðan forláta skinnhatt hjá ömmu, „pure Icelandic sheep,“ var bróderað innan í fóðrið. Í þessari múnderíngu arkaði ég af stað á vinafund. Leið mín lá yfir gönguljósin á Hringbraut. Tugir bíla námu staðar og ég skundaði yfir, eini gangandi vegfarandinn í augsýn. Þá rann ég í hálkunni. Kollsteyptist. Eins og í teiknimynd. Fætur upp í loft svo ullarpilsið hvolfdist yfir loðfóðraða plastjakkann en hrundi svo einhvern veginn aftur niður um mig miðja svo ég fékk giska mjúka lendingu, flötum beinum, með skósítt pilsið upp um mig og „pure Icelandic sheep“ ofan í augum. Ég sá ekki bofs. Ég hélt náttúrlega að þetta væri mitt síðasta. Þegar ég rankaði við mér var allt svart svo ég gerði ráð fyrir að vera í yfirliði. Leið svo nokkur stund. Fór ég þá að greina umhverfishljóð. Upp úr því hafði ég rænu á því að ýta pure Icelandic sheep frá augunum. Þar sem ég áttaði mig á aðstæðum í skjannabirtu bílljósanna tók ég umsvifalaust þá einörðu ákvörðun að nú væri best að láta eins og ekkert hefði í skorist. Stóð upp, hristi niður um mig pilsið, lagaði hattinn og arkaði af stað. Held ég fái mér brodda undir skóna. Og taki fram hattinn.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar