500 hillumetrar af skjölum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 06:15 Guðmundur, forstöðumaður Skjala-og myndasafns Norðfjarðar, við vinnuborðið sitt. Mynd/Magnús Stefánsson Við reynum að safna sem mestum heimildum um okkar svæði, viljum eiga sögu byggðarinnar, útgerðarinnar og mannlífsins og erum með um 500 hillumetra af skjölum og talsvert á annað hundrað þúsund myndir,“ segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, og rifjar upp sögu safnsins í fáum orðum, í tilefni 40 ára afmælis þess. „Við sem sátum í safnanefnd bæjarins fórum að ræða þörf fyrir svona safn árið 1978. Í janúar 1979 ákvað bæjarstjórn að því skyldi komið á laggirnar. Svo ég er búinn að vera að dunda í þessu í rúmlega fjörutíu ár, því við vorum byrjuð að sanka að okkur efni áður en safnið varð til.“ Guðmundur segir safnið hafa vaxið jafnt og þétt. „Ég vil að fólk sem ætlar með skjöl, bréf eða myndir á haugana komi frekar með slíkt til mín og leyfi efninu að njóta vafans. Við verðum að láta okkur varða allt sem snertir þetta byggðarlag ef við ætlum að halda í söguna okkar. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.“ Spurður hvort hann sé einn á skjalasafninu svarar Guðmundur: „Svona safn verður ekki til hjá einhverjum einum en ég er eini starfsmaðurinn. Við eigum samtaka fólk í þessum málum, vil ég meina. Það hringdi nú maður í mig bara í fyrradag og spurði hvort ég vildi 6.100 skuggamyndir, faðir hans tók þær og ég veit að hann átti góða myndavél. Annar kom með albúm í fyrradag.“ Hann segir alla sem vilja geta skoðað muni safnsins, eftir samkomulagi. „Síðan erum við á hverju einasta þriðjudagskvöldi í Safnahúsinu með óþekktar myndir. Þá kemur hópur öldungaráðið til að hjálpa mér að þekkja og greina myndir. Svo eru þær skráðar og settar í sérbúin umslög.“ Norðfirðingar eiga myndarlegt safnahús, upphaflega byggt af Sameinuðu íslensku verslununum 1922-23. Það hýsir þrjú söfn, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Skjala- og myndasafnið er annars staðar. „En við erum að stefna að því að koma því í næsta hús við Minjasafnið,“ segir Guðmundur. „Það eru draumar safnamanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Við reynum að safna sem mestum heimildum um okkar svæði, viljum eiga sögu byggðarinnar, útgerðarinnar og mannlífsins og erum með um 500 hillumetra af skjölum og talsvert á annað hundrað þúsund myndir,“ segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, og rifjar upp sögu safnsins í fáum orðum, í tilefni 40 ára afmælis þess. „Við sem sátum í safnanefnd bæjarins fórum að ræða þörf fyrir svona safn árið 1978. Í janúar 1979 ákvað bæjarstjórn að því skyldi komið á laggirnar. Svo ég er búinn að vera að dunda í þessu í rúmlega fjörutíu ár, því við vorum byrjuð að sanka að okkur efni áður en safnið varð til.“ Guðmundur segir safnið hafa vaxið jafnt og þétt. „Ég vil að fólk sem ætlar með skjöl, bréf eða myndir á haugana komi frekar með slíkt til mín og leyfi efninu að njóta vafans. Við verðum að láta okkur varða allt sem snertir þetta byggðarlag ef við ætlum að halda í söguna okkar. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.“ Spurður hvort hann sé einn á skjalasafninu svarar Guðmundur: „Svona safn verður ekki til hjá einhverjum einum en ég er eini starfsmaðurinn. Við eigum samtaka fólk í þessum málum, vil ég meina. Það hringdi nú maður í mig bara í fyrradag og spurði hvort ég vildi 6.100 skuggamyndir, faðir hans tók þær og ég veit að hann átti góða myndavél. Annar kom með albúm í fyrradag.“ Hann segir alla sem vilja geta skoðað muni safnsins, eftir samkomulagi. „Síðan erum við á hverju einasta þriðjudagskvöldi í Safnahúsinu með óþekktar myndir. Þá kemur hópur öldungaráðið til að hjálpa mér að þekkja og greina myndir. Svo eru þær skráðar og settar í sérbúin umslög.“ Norðfirðingar eiga myndarlegt safnahús, upphaflega byggt af Sameinuðu íslensku verslununum 1922-23. Það hýsir þrjú söfn, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Skjala- og myndasafnið er annars staðar. „En við erum að stefna að því að koma því í næsta hús við Minjasafnið,“ segir Guðmundur. „Það eru draumar safnamanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira