Stefnt að því að hækka bæði framfærslu og frítekjumark hjá LÍN Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 11:03 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr fyrir svörum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00