Fyrirliðarnir og byrjunarliðin klár í Stjörnuleik NBA 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 11:30 LeBron James og Giannis Antetokounmpo. Mynd/Twitter/NBA LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks verða fyrirliðarnir í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár og fá því að kjósa sér leikmenn í sín lið. LeBron James fékk flest atkvæði allra í Vesturdeildinni en Giannis Antetokounmpo fékk flest atkvæði í Austurdeildinni. Leikurinn sjálfur fer fram í Charlotte 17. febrúar næstkomandi.The 2019 #NBAAllStar Team Captains!#TeamLeBron#TeamGiannis NBA All-Star Draft Show, Thursday Feb. 7, 7:00pm/et, @NBAonTNT! pic.twitter.com/sy3Kf0uZFl — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 25, 2019Þetta er í fimmtánda skiptið sem LeBron James er kosinn í stjörnuleikinn en í fyrsta sinn sem leikmaður úr Vesturdeildinni því fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins spilað með liðum í Austurdeildinni (Cleveland Cavaliers og Miami Heat).The Western Conference @NBAAllStar Starters Pool!@KingJames@JHarden13@StephenCurry30@Yg_Trece@KDTrey5#NBAAllStarpic.twitter.com/PnkabEbUVm — NBA (@NBA) January 25, 2019Það er líka ljóst hverjir verða í byrjunarliðunum. Úr Vesturdeildinni verða einnig í byrjunarliðinu þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry og Kevin Durant hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets. Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans var mjög nálægt því að komast í byrjunarliðið á kostnað Paul George. Úr Austurdeildinni verða líka í byrjunarliðunum Kawhi Leonard hjá Toronto Raptors, Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyrie Irving hjá Boston Celtics.The Eastern Conference @NBAAllStar Starters Pool! @Giannis_An34@KyrieIrving@KembaWalker@kawhileonard@JoelEmbiid#NBAAllStarpic.twitter.com/bLwuc8d6sV — NBA (@NBA) January 25, 2019Luka Doncic, slóvenski nýliðinn hjá Dallas Mavericks, komst ekki í byrjunarliðið þrátt fyrir góða kosningu en honum vantaði fleiri atkvæði frá öðrum leikmönnum í deildinni sem höfðu 25 prósent vægi. Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili en hann var valinn númer þrjú síðasta sumar.Luka Doncic nearly became the first rookie to start in an All-Star game since Yao Ming #Mavspic.twitter.com/rf0SLSHQpK — Mavs Nation (@MavsNationNet) January 25, 2019Þjálfarar í NBA-deildinni munu velja restina af leikmönnunum í leikinn og þegar allur leikmannalistinn er klár þá munu þeir LeBron James og Giannis Antetokounmpo skiptast á að kjósa í lið. Sú kosning verður í beinni sjónvarpsútsendingu á TNT 7. febrúar.ICYMI | The East and West All-Star starters. pic.twitter.com/qKsyULGyly — Basketball Forever (@Bballforeverfb) January 25, 2019 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks verða fyrirliðarnir í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár og fá því að kjósa sér leikmenn í sín lið. LeBron James fékk flest atkvæði allra í Vesturdeildinni en Giannis Antetokounmpo fékk flest atkvæði í Austurdeildinni. Leikurinn sjálfur fer fram í Charlotte 17. febrúar næstkomandi.The 2019 #NBAAllStar Team Captains!#TeamLeBron#TeamGiannis NBA All-Star Draft Show, Thursday Feb. 7, 7:00pm/et, @NBAonTNT! pic.twitter.com/sy3Kf0uZFl — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 25, 2019Þetta er í fimmtánda skiptið sem LeBron James er kosinn í stjörnuleikinn en í fyrsta sinn sem leikmaður úr Vesturdeildinni því fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins spilað með liðum í Austurdeildinni (Cleveland Cavaliers og Miami Heat).The Western Conference @NBAAllStar Starters Pool!@KingJames@JHarden13@StephenCurry30@Yg_Trece@KDTrey5#NBAAllStarpic.twitter.com/PnkabEbUVm — NBA (@NBA) January 25, 2019Það er líka ljóst hverjir verða í byrjunarliðunum. Úr Vesturdeildinni verða einnig í byrjunarliðinu þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry og Kevin Durant hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets. Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans var mjög nálægt því að komast í byrjunarliðið á kostnað Paul George. Úr Austurdeildinni verða líka í byrjunarliðunum Kawhi Leonard hjá Toronto Raptors, Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyrie Irving hjá Boston Celtics.The Eastern Conference @NBAAllStar Starters Pool! @Giannis_An34@KyrieIrving@KembaWalker@kawhileonard@JoelEmbiid#NBAAllStarpic.twitter.com/bLwuc8d6sV — NBA (@NBA) January 25, 2019Luka Doncic, slóvenski nýliðinn hjá Dallas Mavericks, komst ekki í byrjunarliðið þrátt fyrir góða kosningu en honum vantaði fleiri atkvæði frá öðrum leikmönnum í deildinni sem höfðu 25 prósent vægi. Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili en hann var valinn númer þrjú síðasta sumar.Luka Doncic nearly became the first rookie to start in an All-Star game since Yao Ming #Mavspic.twitter.com/rf0SLSHQpK — Mavs Nation (@MavsNationNet) January 25, 2019Þjálfarar í NBA-deildinni munu velja restina af leikmönnunum í leikinn og þegar allur leikmannalistinn er klár þá munu þeir LeBron James og Giannis Antetokounmpo skiptast á að kjósa í lið. Sú kosning verður í beinni sjónvarpsútsendingu á TNT 7. febrúar.ICYMI | The East and West All-Star starters. pic.twitter.com/qKsyULGyly — Basketball Forever (@Bballforeverfb) January 25, 2019
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira