Þorrahlaup Þórlinds Árni Björnsson skrifar 28. janúar 2019 07:00 Ég sé mig knúinn til að gera alvarlega athugasemd við pistil Þórlinds Kjartanssonar á 9. síðu Fréttablaðsins 25. janúar 2019. Þar segir hann að ruglið um hlaup bónda kringum bæ sinn á fyrsta degi Þorra sé runnið frá sagnfræðingnum síra Jóni Halldórssyni sem var prestur í Hítardal 1692-1736. Vitnað er í bók mína, Sögu daganna 1993, sem heimild. Reyndin er sú að Jón Halldórsson svaraði fyrirspurnum frá vini sínum Árna Magnússyni í Kaupmannahöfn 30. september 1728. Klausan um að bjóða Þorra, Góu, Einmánuði og Hörpu í garð er í nefndri bók minni birt á bls. 437-438. Þar er hvergi minnst á hlaup kringum bæ. Jón Árnason fær 130 árum síðar spuna um þvílík hlaup frá ónafngreindum heimildamanni og birtir hann í seinna bindi þjóðsagna sinna 1864. Í bók minni er hún á bls. 440. Þessi spaugilega frásögn hefur orðið vinsæl, en það hefur ekki fundist ein einasta haldbær heimild um að þetta hafi gerst í alvörunni þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslanir. Frá þeim greini ég á bls. 444-446. Ef þetta er ekki algjör uppspuni einhvers grínista, er trúlegasta skýringin sú að um sé að ræða aldagömul minningabrot frá þeim tíma þegar ríkismenn höfðu enn raunverulegar baðstofur eða sánur í bæjarhúsum sínum. Algengt er að menn hlaupi út úr þeim öðru hverju til að kæla sig. Og það er ekki ólíklegt að menn hafi á miðöldum einmitt fagnað Þorra í sánu. Það gerir lítið til þótt mín orð séu rangfærð. Ég get enn birt leiðréttingu. Hitt er verra ef mætum fyrri alda fræðimanni eins og Jóni Halldórssyni í Hítardal er eignað eitthvert rugl.Höfundur er doktor í menningarsögu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsta íslenska trollið Eflaust hefðu margir útlendingar rekið upp stór augu í morgun ef þeir voru snemma á vappi. 25. janúar 2019 07:00 Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég sé mig knúinn til að gera alvarlega athugasemd við pistil Þórlinds Kjartanssonar á 9. síðu Fréttablaðsins 25. janúar 2019. Þar segir hann að ruglið um hlaup bónda kringum bæ sinn á fyrsta degi Þorra sé runnið frá sagnfræðingnum síra Jóni Halldórssyni sem var prestur í Hítardal 1692-1736. Vitnað er í bók mína, Sögu daganna 1993, sem heimild. Reyndin er sú að Jón Halldórsson svaraði fyrirspurnum frá vini sínum Árna Magnússyni í Kaupmannahöfn 30. september 1728. Klausan um að bjóða Þorra, Góu, Einmánuði og Hörpu í garð er í nefndri bók minni birt á bls. 437-438. Þar er hvergi minnst á hlaup kringum bæ. Jón Árnason fær 130 árum síðar spuna um þvílík hlaup frá ónafngreindum heimildamanni og birtir hann í seinna bindi þjóðsagna sinna 1864. Í bók minni er hún á bls. 440. Þessi spaugilega frásögn hefur orðið vinsæl, en það hefur ekki fundist ein einasta haldbær heimild um að þetta hafi gerst í alvörunni þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslanir. Frá þeim greini ég á bls. 444-446. Ef þetta er ekki algjör uppspuni einhvers grínista, er trúlegasta skýringin sú að um sé að ræða aldagömul minningabrot frá þeim tíma þegar ríkismenn höfðu enn raunverulegar baðstofur eða sánur í bæjarhúsum sínum. Algengt er að menn hlaupi út úr þeim öðru hverju til að kæla sig. Og það er ekki ólíklegt að menn hafi á miðöldum einmitt fagnað Þorra í sánu. Það gerir lítið til þótt mín orð séu rangfærð. Ég get enn birt leiðréttingu. Hitt er verra ef mætum fyrri alda fræðimanni eins og Jóni Halldórssyni í Hítardal er eignað eitthvert rugl.Höfundur er doktor í menningarsögu
Fyrsta íslenska trollið Eflaust hefðu margir útlendingar rekið upp stór augu í morgun ef þeir voru snemma á vappi. 25. janúar 2019 07:00
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun