Fyrir 10 árum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 Nú þegar tíu ár eru frá því búsáhaldabyltingin náði hámarki er einkennilegt til þess að vita að hópur fólks skuli líta aftur til þess tíma, barmafullt af fortíðarþrá. Þarna er um að ræða einstaklinga sem aðhyllast byltingarkenndar stjórnmálaskoðanir og þeir biðu, að hætti róttæklinga, eftirvæntingarfullir eftir byltingunni. Byltingin virtist þó ætla að láta standa á sér. Þegar hún svo loksins kom í formi búsáhaldabyltingarinnar réði þetta fólk sér ekki fyrir gleði. Loksins fékk það sína mótmælafundi og þá af alls kyns tagi, framboðið var nefnilega ansi gott. Baráttuglaðir foreldrar teymdu jafnvel ung börn sín með á mótmæli í von um að sú lífsreynsla yrði til þess að þau soguðu af ástríðu í sig sannan byltingaranda og yrðu í fyllingu tímans fótgönguliðar vinstri sinnaðrar róttækni. Svo var byltingin allt í einu búin og þá var nánast eins og ekkert hefði gerst. Vitanlega voru það gríðarlega sár vonbrigði fyrir þennan hóp sem í huganum gælir enn við það að búsáhaldabyltingin eigi eftir að endurtaka sig. Já, þetta fólk saknar þessa tíma verulega heitt. Sjálfu virðist því finnast að það hafi aldrei fengið að njóta sín betur en einmitt þá, þegar það leyfði sér að veita reiðinni útrás án þess að taka tillit til nokkurra annarra en sjálfs sín. Þjóðin var langt frá sínu besta í búsáhaldabyltingunni, eins og stærsti hluti hennar áttar sig á. Blessunarlega verður ekki vart við sérlegan áhuga á því að hverfa aftur til tímans þegar það þótti sjálfsagt sport að henda eggjum í þinghúsið, veitast að lögreglu, kveikja elda á Austurvelli og fella jólatré. Þetta voru myrkir tímar þegar umburðarlyndi fékk lítið pláss og sérstök tortryggni ríkti í garð þeirra sem taldir voru velefnaðir. Ekki þurfti meira til en að einstaklingur sæist aka dýrum jeppa; hann var sjálfkrafa talinn siðspilltur og gráðugur og sjálfsagt þótti að berja bíl hans að utan, væri þess einhver kostur. Í þessum mánuði eru einmitt liðin tíu ár frá miklum mótmælum við Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Þá dundaði hópur af herskáu fólki sér við það að berja á rúður þinghússins og grjóti og flöskum var kastað í lögreglumenn. Í Stjórnarráðinu braut óður lýður rúður og starfsfólk varð að forða sér út úr húsinu. Ýmsu lauslegu var kastað í lögreglumenn en sjö þeirra slösuðust þennan sólarhring. Þetta var ekki góður dagur í sögu þjóðarinnar og margir höfðu ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt, þótt þeir sæju það engan veginn sjálfir. Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Svo sannarlega hefur fólk rétt á að mótmæla af þunga og enginn á að geta tekið þann rétt af því. Það er hins vegar ekkert aðdáunarvert við það þegar fólk breytist í skríl sem æðir áfram í reiði. Það gerðist of oft í búsáhaldabyltingunni. Vissulega er stórfurðulegt að einhverjir skuli sakna hennar. Hún kenndi okkur einmitt hvernig við eigum ekki að hegða okkur á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Nú þegar tíu ár eru frá því búsáhaldabyltingin náði hámarki er einkennilegt til þess að vita að hópur fólks skuli líta aftur til þess tíma, barmafullt af fortíðarþrá. Þarna er um að ræða einstaklinga sem aðhyllast byltingarkenndar stjórnmálaskoðanir og þeir biðu, að hætti róttæklinga, eftirvæntingarfullir eftir byltingunni. Byltingin virtist þó ætla að láta standa á sér. Þegar hún svo loksins kom í formi búsáhaldabyltingarinnar réði þetta fólk sér ekki fyrir gleði. Loksins fékk það sína mótmælafundi og þá af alls kyns tagi, framboðið var nefnilega ansi gott. Baráttuglaðir foreldrar teymdu jafnvel ung börn sín með á mótmæli í von um að sú lífsreynsla yrði til þess að þau soguðu af ástríðu í sig sannan byltingaranda og yrðu í fyllingu tímans fótgönguliðar vinstri sinnaðrar róttækni. Svo var byltingin allt í einu búin og þá var nánast eins og ekkert hefði gerst. Vitanlega voru það gríðarlega sár vonbrigði fyrir þennan hóp sem í huganum gælir enn við það að búsáhaldabyltingin eigi eftir að endurtaka sig. Já, þetta fólk saknar þessa tíma verulega heitt. Sjálfu virðist því finnast að það hafi aldrei fengið að njóta sín betur en einmitt þá, þegar það leyfði sér að veita reiðinni útrás án þess að taka tillit til nokkurra annarra en sjálfs sín. Þjóðin var langt frá sínu besta í búsáhaldabyltingunni, eins og stærsti hluti hennar áttar sig á. Blessunarlega verður ekki vart við sérlegan áhuga á því að hverfa aftur til tímans þegar það þótti sjálfsagt sport að henda eggjum í þinghúsið, veitast að lögreglu, kveikja elda á Austurvelli og fella jólatré. Þetta voru myrkir tímar þegar umburðarlyndi fékk lítið pláss og sérstök tortryggni ríkti í garð þeirra sem taldir voru velefnaðir. Ekki þurfti meira til en að einstaklingur sæist aka dýrum jeppa; hann var sjálfkrafa talinn siðspilltur og gráðugur og sjálfsagt þótti að berja bíl hans að utan, væri þess einhver kostur. Í þessum mánuði eru einmitt liðin tíu ár frá miklum mótmælum við Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Þá dundaði hópur af herskáu fólki sér við það að berja á rúður þinghússins og grjóti og flöskum var kastað í lögreglumenn. Í Stjórnarráðinu braut óður lýður rúður og starfsfólk varð að forða sér út úr húsinu. Ýmsu lauslegu var kastað í lögreglumenn en sjö þeirra slösuðust þennan sólarhring. Þetta var ekki góður dagur í sögu þjóðarinnar og margir höfðu ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt, þótt þeir sæju það engan veginn sjálfir. Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Svo sannarlega hefur fólk rétt á að mótmæla af þunga og enginn á að geta tekið þann rétt af því. Það er hins vegar ekkert aðdáunarvert við það þegar fólk breytist í skríl sem æðir áfram í reiði. Það gerðist of oft í búsáhaldabyltingunni. Vissulega er stórfurðulegt að einhverjir skuli sakna hennar. Hún kenndi okkur einmitt hvernig við eigum ekki að hegða okkur á erfiðum tímum.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar