Danir hefja framkvæmdir við lagningu 70 kílómetra landamæragirðingar Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 13:18 Giirðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Framkvæmdir hófust í dag verið lagningu sjötíu kílómetra girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Fyrstu staurunum var komið fyrir við dönsku borgina Padborg á Jótlandi fyrr í dag, en með girðingunni vonast Danir til að hægt verði að koma í veg fyrir straum villisvína frá Evrópu og til landsins.Í frétt Jyllands-Posten segir að meirihluti hafi verið á danska þinginu fyrir framkvæmdinni, en girðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Þá mun girðingin ná hálfan metra niður í jörðina. Að sögn forsvarsmanna danska Landbúnaðar- og matvælaráðsins (Landbrug & Fødevarer) á með girðingunni að tryggja að dönsk svín smitist ekki af skæðum smitsjúkdómum eins og afrískri svínapest. Smitist danski stofninn kann það að kosta danska skattgreiðendur ellefu millljarða danskra króna, um 200 milljarða íslenskra króna.Danskur iðnaður í hættu Svínarækt er mjög mikilvægur iðnaður í Danmörku og telur Landbúnaðar- og matvælaráðið að lifibrauð 33 þúsund einstaklinga kunni að vera í hætti, nái pestin til landsins. Afrísk svínapest hefur komið upp víða í Evrópu að undanförnu, meðal annars í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Belgíu. Framkvæmdin hefur sætt talsverðri gagnrýni, meðal annars frá þýskum þingmönnum og dýraverndunarsamtökunum sem segja girðinguna hafa áhrif á að aðrar dýrategundir nái að þrífast á svæðinu. Áætlaður kostnaður er um 30 milljónir danskra króna, um 560 milljónir íslenskra, og er vonast til að framkvæmdum við girðinguna ljúki næsta haust. Danmörk Dýr Heilbrigðismál Þýskaland Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Framkvæmdir hófust í dag verið lagningu sjötíu kílómetra girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Fyrstu staurunum var komið fyrir við dönsku borgina Padborg á Jótlandi fyrr í dag, en með girðingunni vonast Danir til að hægt verði að koma í veg fyrir straum villisvína frá Evrópu og til landsins.Í frétt Jyllands-Posten segir að meirihluti hafi verið á danska þinginu fyrir framkvæmdinni, en girðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Þá mun girðingin ná hálfan metra niður í jörðina. Að sögn forsvarsmanna danska Landbúnaðar- og matvælaráðsins (Landbrug & Fødevarer) á með girðingunni að tryggja að dönsk svín smitist ekki af skæðum smitsjúkdómum eins og afrískri svínapest. Smitist danski stofninn kann það að kosta danska skattgreiðendur ellefu millljarða danskra króna, um 200 milljarða íslenskra króna.Danskur iðnaður í hættu Svínarækt er mjög mikilvægur iðnaður í Danmörku og telur Landbúnaðar- og matvælaráðið að lifibrauð 33 þúsund einstaklinga kunni að vera í hætti, nái pestin til landsins. Afrísk svínapest hefur komið upp víða í Evrópu að undanförnu, meðal annars í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Belgíu. Framkvæmdin hefur sætt talsverðri gagnrýni, meðal annars frá þýskum þingmönnum og dýraverndunarsamtökunum sem segja girðinguna hafa áhrif á að aðrar dýrategundir nái að þrífast á svæðinu. Áætlaður kostnaður er um 30 milljónir danskra króna, um 560 milljónir íslenskra, og er vonast til að framkvæmdum við girðinguna ljúki næsta haust.
Danmörk Dýr Heilbrigðismál Þýskaland Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira