Danir hefja framkvæmdir við lagningu 70 kílómetra landamæragirðingar Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 13:18 Giirðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Framkvæmdir hófust í dag verið lagningu sjötíu kílómetra girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Fyrstu staurunum var komið fyrir við dönsku borgina Padborg á Jótlandi fyrr í dag, en með girðingunni vonast Danir til að hægt verði að koma í veg fyrir straum villisvína frá Evrópu og til landsins.Í frétt Jyllands-Posten segir að meirihluti hafi verið á danska þinginu fyrir framkvæmdinni, en girðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Þá mun girðingin ná hálfan metra niður í jörðina. Að sögn forsvarsmanna danska Landbúnaðar- og matvælaráðsins (Landbrug & Fødevarer) á með girðingunni að tryggja að dönsk svín smitist ekki af skæðum smitsjúkdómum eins og afrískri svínapest. Smitist danski stofninn kann það að kosta danska skattgreiðendur ellefu millljarða danskra króna, um 200 milljarða íslenskra króna.Danskur iðnaður í hættu Svínarækt er mjög mikilvægur iðnaður í Danmörku og telur Landbúnaðar- og matvælaráðið að lifibrauð 33 þúsund einstaklinga kunni að vera í hætti, nái pestin til landsins. Afrísk svínapest hefur komið upp víða í Evrópu að undanförnu, meðal annars í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Belgíu. Framkvæmdin hefur sætt talsverðri gagnrýni, meðal annars frá þýskum þingmönnum og dýraverndunarsamtökunum sem segja girðinguna hafa áhrif á að aðrar dýrategundir nái að þrífast á svæðinu. Áætlaður kostnaður er um 30 milljónir danskra króna, um 560 milljónir íslenskra, og er vonast til að framkvæmdum við girðinguna ljúki næsta haust. Danmörk Dýr Heilbrigðismál Þýskaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Framkvæmdir hófust í dag verið lagningu sjötíu kílómetra girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Fyrstu staurunum var komið fyrir við dönsku borgina Padborg á Jótlandi fyrr í dag, en með girðingunni vonast Danir til að hægt verði að koma í veg fyrir straum villisvína frá Evrópu og til landsins.Í frétt Jyllands-Posten segir að meirihluti hafi verið á danska þinginu fyrir framkvæmdinni, en girðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Þá mun girðingin ná hálfan metra niður í jörðina. Að sögn forsvarsmanna danska Landbúnaðar- og matvælaráðsins (Landbrug & Fødevarer) á með girðingunni að tryggja að dönsk svín smitist ekki af skæðum smitsjúkdómum eins og afrískri svínapest. Smitist danski stofninn kann það að kosta danska skattgreiðendur ellefu millljarða danskra króna, um 200 milljarða íslenskra króna.Danskur iðnaður í hættu Svínarækt er mjög mikilvægur iðnaður í Danmörku og telur Landbúnaðar- og matvælaráðið að lifibrauð 33 þúsund einstaklinga kunni að vera í hætti, nái pestin til landsins. Afrísk svínapest hefur komið upp víða í Evrópu að undanförnu, meðal annars í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Belgíu. Framkvæmdin hefur sætt talsverðri gagnrýni, meðal annars frá þýskum þingmönnum og dýraverndunarsamtökunum sem segja girðinguna hafa áhrif á að aðrar dýrategundir nái að þrífast á svæðinu. Áætlaður kostnaður er um 30 milljónir danskra króna, um 560 milljónir íslenskra, og er vonast til að framkvæmdum við girðinguna ljúki næsta haust.
Danmörk Dýr Heilbrigðismál Þýskaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira