Mæðgin reyndu ítrekað að vara Apple við Facetime-gallanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 20:29 Málið þykir neyðarlegt fyrir Apple sem segist leggja mikið upp úr friðhelgi einkalífsins samamber þessa risavöxnu auglýsingu. Getty/David Becker Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu. Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu.
Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29