Tókst í nótt að gera það með Lakers sem Kobe Bryant náði aldrei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 15:30 Kyle Kuzma og Kobe Bryant. Vísir/Samsett/Getty Kobe Bryant skoraði 40 stig eða meira í 122 leikjum með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en hann náði aldrei 40 stiga leik eins og Kyle Kuzma í síðustu nótt. Kyle Kuzma spilaði bara þrjá fyrstu leikhlutana í sigri Lakers á Detroit Pistons og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 41 stig án þess að ná því að spila í 30 mínútur. Kobe Bryant náði því aldrei enda spilaði hann yfir 30 mínútur í nær öllum leikjum sínum.Kyle Kuzma's 41 points are the most by a Laker in fewer than 30 minutes played in the shot clock era (since 1954-55). H/T @EliasSportspic.twitter.com/1FELpkkFpq — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2019Luke Walton, þjálfari Lakers, hrósaði líka stráknum eftir leikinn og vildi líka vekja athygli á því að þetta var ekki alveg tilviljun. Lakers liðið spilaði ekki kvöldið áður en þá var Kyle Kuzma í íþróttasalnum að taka 500 skot. Í leiknum á undan hafði Kuzma aðeins hitt úr 4 af 20 skotum sínum og hann var staðráðinn að finna skotið sitt aftur. Það tókst heldur betur eftir þessa löngu skotæfingu. Kyle Kuzma tók 24 skot í leiknum og hitti úr 16 þeirra. Hann var með 22 stig bara í þriðja leikhlutanum og setti alls niður fimm þrista í leiknum. Kuzma gerði reyndar lítið annað en að skora því hann náði ekki að gefa eina stoðsendingu og var bara með tvö fráköst.Kyle Kuzma finished with a new career-high in scoring, dropping 41 points in tonight's #LakersWinpic.twitter.com/QDMU7zJ0NC — Los Angeles Lakers (@Lakers) January 10, 2019Þetta var samt risakvöld fyrir þennan 23 ára strák. Lakers-liðið var áfram án hins meidda LeBron James og þurfti virkilega á sóknarframlagi að halda. Hann var líka að spila á móti æskuliðinu sínu því Kuzma var níu ára gamall í Flint í Michihan fylki þegar Detroit Pistons vann NBA-titilinn árið 2004. Pistons vann þá Lakers óvænt í lokaúrslitunum og auðvitað hélt strákurinn með Detroit Pistons.Kyle Kuzma went off for a career-high 41 PTS (16-24 FG) & 0 AST in 29 MINS! Lakers with 40 PTS over the past 20 years Kobe: 122 Shaq: 21 LeBron: 3 Lou Williams 2 Nick Young: 2 Bynum: 1 Meeks: 1 D'Angelo: 1pic.twitter.com/Ej06vzSmMM — Ballislife.com (@Ballislife) January 10, 2019Það eru ekki allir sem ná því að skora 40 stig í leik í NBA-deildinni hvað þá að gera það án þess að spila fjórða leikhlutann. Í rauninni hafa aðeins fjórir aðrir leikmenn náð því í NBA-deildinni á þessu tímabili en hinir eru þeir Klay Thompson, Stephen Curry, James Harden og LeBron James. Kyle Kuzma couldn't be stopped tonight pic.twitter.com/uCQwateAZG — Bleacher Report (@BleacherReport) January 10, 2019Kyle Kuzma set a new career high in points pic.twitter.com/G393BOCrMu — SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2019 NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 40 stig eða meira í 122 leikjum með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en hann náði aldrei 40 stiga leik eins og Kyle Kuzma í síðustu nótt. Kyle Kuzma spilaði bara þrjá fyrstu leikhlutana í sigri Lakers á Detroit Pistons og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 41 stig án þess að ná því að spila í 30 mínútur. Kobe Bryant náði því aldrei enda spilaði hann yfir 30 mínútur í nær öllum leikjum sínum.Kyle Kuzma's 41 points are the most by a Laker in fewer than 30 minutes played in the shot clock era (since 1954-55). H/T @EliasSportspic.twitter.com/1FELpkkFpq — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2019Luke Walton, þjálfari Lakers, hrósaði líka stráknum eftir leikinn og vildi líka vekja athygli á því að þetta var ekki alveg tilviljun. Lakers liðið spilaði ekki kvöldið áður en þá var Kyle Kuzma í íþróttasalnum að taka 500 skot. Í leiknum á undan hafði Kuzma aðeins hitt úr 4 af 20 skotum sínum og hann var staðráðinn að finna skotið sitt aftur. Það tókst heldur betur eftir þessa löngu skotæfingu. Kyle Kuzma tók 24 skot í leiknum og hitti úr 16 þeirra. Hann var með 22 stig bara í þriðja leikhlutanum og setti alls niður fimm þrista í leiknum. Kuzma gerði reyndar lítið annað en að skora því hann náði ekki að gefa eina stoðsendingu og var bara með tvö fráköst.Kyle Kuzma finished with a new career-high in scoring, dropping 41 points in tonight's #LakersWinpic.twitter.com/QDMU7zJ0NC — Los Angeles Lakers (@Lakers) January 10, 2019Þetta var samt risakvöld fyrir þennan 23 ára strák. Lakers-liðið var áfram án hins meidda LeBron James og þurfti virkilega á sóknarframlagi að halda. Hann var líka að spila á móti æskuliðinu sínu því Kuzma var níu ára gamall í Flint í Michihan fylki þegar Detroit Pistons vann NBA-titilinn árið 2004. Pistons vann þá Lakers óvænt í lokaúrslitunum og auðvitað hélt strákurinn með Detroit Pistons.Kyle Kuzma went off for a career-high 41 PTS (16-24 FG) & 0 AST in 29 MINS! Lakers with 40 PTS over the past 20 years Kobe: 122 Shaq: 21 LeBron: 3 Lou Williams 2 Nick Young: 2 Bynum: 1 Meeks: 1 D'Angelo: 1pic.twitter.com/Ej06vzSmMM — Ballislife.com (@Ballislife) January 10, 2019Það eru ekki allir sem ná því að skora 40 stig í leik í NBA-deildinni hvað þá að gera það án þess að spila fjórða leikhlutann. Í rauninni hafa aðeins fjórir aðrir leikmenn náð því í NBA-deildinni á þessu tímabili en hinir eru þeir Klay Thompson, Stephen Curry, James Harden og LeBron James. Kyle Kuzma couldn't be stopped tonight pic.twitter.com/uCQwateAZG — Bleacher Report (@BleacherReport) January 10, 2019Kyle Kuzma set a new career high in points pic.twitter.com/G393BOCrMu — SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2019
NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira