Tókst í nótt að gera það með Lakers sem Kobe Bryant náði aldrei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 15:30 Kyle Kuzma og Kobe Bryant. Vísir/Samsett/Getty Kobe Bryant skoraði 40 stig eða meira í 122 leikjum með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en hann náði aldrei 40 stiga leik eins og Kyle Kuzma í síðustu nótt. Kyle Kuzma spilaði bara þrjá fyrstu leikhlutana í sigri Lakers á Detroit Pistons og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 41 stig án þess að ná því að spila í 30 mínútur. Kobe Bryant náði því aldrei enda spilaði hann yfir 30 mínútur í nær öllum leikjum sínum.Kyle Kuzma's 41 points are the most by a Laker in fewer than 30 minutes played in the shot clock era (since 1954-55). H/T @EliasSportspic.twitter.com/1FELpkkFpq — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2019Luke Walton, þjálfari Lakers, hrósaði líka stráknum eftir leikinn og vildi líka vekja athygli á því að þetta var ekki alveg tilviljun. Lakers liðið spilaði ekki kvöldið áður en þá var Kyle Kuzma í íþróttasalnum að taka 500 skot. Í leiknum á undan hafði Kuzma aðeins hitt úr 4 af 20 skotum sínum og hann var staðráðinn að finna skotið sitt aftur. Það tókst heldur betur eftir þessa löngu skotæfingu. Kyle Kuzma tók 24 skot í leiknum og hitti úr 16 þeirra. Hann var með 22 stig bara í þriðja leikhlutanum og setti alls niður fimm þrista í leiknum. Kuzma gerði reyndar lítið annað en að skora því hann náði ekki að gefa eina stoðsendingu og var bara með tvö fráköst.Kyle Kuzma finished with a new career-high in scoring, dropping 41 points in tonight's #LakersWinpic.twitter.com/QDMU7zJ0NC — Los Angeles Lakers (@Lakers) January 10, 2019Þetta var samt risakvöld fyrir þennan 23 ára strák. Lakers-liðið var áfram án hins meidda LeBron James og þurfti virkilega á sóknarframlagi að halda. Hann var líka að spila á móti æskuliðinu sínu því Kuzma var níu ára gamall í Flint í Michihan fylki þegar Detroit Pistons vann NBA-titilinn árið 2004. Pistons vann þá Lakers óvænt í lokaúrslitunum og auðvitað hélt strákurinn með Detroit Pistons.Kyle Kuzma went off for a career-high 41 PTS (16-24 FG) & 0 AST in 29 MINS! Lakers with 40 PTS over the past 20 years Kobe: 122 Shaq: 21 LeBron: 3 Lou Williams 2 Nick Young: 2 Bynum: 1 Meeks: 1 D'Angelo: 1pic.twitter.com/Ej06vzSmMM — Ballislife.com (@Ballislife) January 10, 2019Það eru ekki allir sem ná því að skora 40 stig í leik í NBA-deildinni hvað þá að gera það án þess að spila fjórða leikhlutann. Í rauninni hafa aðeins fjórir aðrir leikmenn náð því í NBA-deildinni á þessu tímabili en hinir eru þeir Klay Thompson, Stephen Curry, James Harden og LeBron James. Kyle Kuzma couldn't be stopped tonight pic.twitter.com/uCQwateAZG — Bleacher Report (@BleacherReport) January 10, 2019Kyle Kuzma set a new career high in points pic.twitter.com/G393BOCrMu — SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2019 NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 40 stig eða meira í 122 leikjum með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en hann náði aldrei 40 stiga leik eins og Kyle Kuzma í síðustu nótt. Kyle Kuzma spilaði bara þrjá fyrstu leikhlutana í sigri Lakers á Detroit Pistons og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 41 stig án þess að ná því að spila í 30 mínútur. Kobe Bryant náði því aldrei enda spilaði hann yfir 30 mínútur í nær öllum leikjum sínum.Kyle Kuzma's 41 points are the most by a Laker in fewer than 30 minutes played in the shot clock era (since 1954-55). H/T @EliasSportspic.twitter.com/1FELpkkFpq — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2019Luke Walton, þjálfari Lakers, hrósaði líka stráknum eftir leikinn og vildi líka vekja athygli á því að þetta var ekki alveg tilviljun. Lakers liðið spilaði ekki kvöldið áður en þá var Kyle Kuzma í íþróttasalnum að taka 500 skot. Í leiknum á undan hafði Kuzma aðeins hitt úr 4 af 20 skotum sínum og hann var staðráðinn að finna skotið sitt aftur. Það tókst heldur betur eftir þessa löngu skotæfingu. Kyle Kuzma tók 24 skot í leiknum og hitti úr 16 þeirra. Hann var með 22 stig bara í þriðja leikhlutanum og setti alls niður fimm þrista í leiknum. Kuzma gerði reyndar lítið annað en að skora því hann náði ekki að gefa eina stoðsendingu og var bara með tvö fráköst.Kyle Kuzma finished with a new career-high in scoring, dropping 41 points in tonight's #LakersWinpic.twitter.com/QDMU7zJ0NC — Los Angeles Lakers (@Lakers) January 10, 2019Þetta var samt risakvöld fyrir þennan 23 ára strák. Lakers-liðið var áfram án hins meidda LeBron James og þurfti virkilega á sóknarframlagi að halda. Hann var líka að spila á móti æskuliðinu sínu því Kuzma var níu ára gamall í Flint í Michihan fylki þegar Detroit Pistons vann NBA-titilinn árið 2004. Pistons vann þá Lakers óvænt í lokaúrslitunum og auðvitað hélt strákurinn með Detroit Pistons.Kyle Kuzma went off for a career-high 41 PTS (16-24 FG) & 0 AST in 29 MINS! Lakers with 40 PTS over the past 20 years Kobe: 122 Shaq: 21 LeBron: 3 Lou Williams 2 Nick Young: 2 Bynum: 1 Meeks: 1 D'Angelo: 1pic.twitter.com/Ej06vzSmMM — Ballislife.com (@Ballislife) January 10, 2019Það eru ekki allir sem ná því að skora 40 stig í leik í NBA-deildinni hvað þá að gera það án þess að spila fjórða leikhlutann. Í rauninni hafa aðeins fjórir aðrir leikmenn náð því í NBA-deildinni á þessu tímabili en hinir eru þeir Klay Thompson, Stephen Curry, James Harden og LeBron James. Kyle Kuzma couldn't be stopped tonight pic.twitter.com/uCQwateAZG — Bleacher Report (@BleacherReport) January 10, 2019Kyle Kuzma set a new career high in points pic.twitter.com/G393BOCrMu — SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2019
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Sjá meira