Efling hafrannsókna – Fögur fyrirheit stjórnvalda en marklaus? Hrönn Egilsdóttir skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fyrir áramót var ég bjartsýn. Í takt við mikla opinbera umfjöllun, vitundarvakningu og orð stjórnmálamanna var ég sannfærð um að árið 2019 yrði öflugt hafrannsóknaár á Íslandi. Hafið er ein mikilvægasta auðlind okkar Íslendinga en tekur nú tiltölulega hröðum breytingum með súrnun sjávar og hlýnun og aukinni plastmengun. Ég var í hópi þeirra sem fyrir aðeins nokkrum vikum trúðu því að 2019 yrði árið þar sem loks yrði hægt að efla rannsóknir á hafinu með það að markmiði að stórauka þekkingu á vistkerfi þess og mögulegum áhrifum stórra umhverfisbreytinga. Bjartsýni fyrir árið 2019 var, að ég held, réttlætanleg. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar má lesa setningarnar „Hafrannsóknir gegna lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þarf að efla“ og „Þannig á Ísland að efla rannsóknir á súrnun sjávar í samráði við vísindasamfélagið og sjávarútveginn“. Árið 2019 tekur Ísland við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og formennsku í Norðurheimskautsráðinu. Á báðum vettvöngum hefur Ísland lýst yfir áætlun um að leggja ríka áherslu á málefni hafsins. Í stað þess að þessar áherslur komi fram í ráðstöfun ríkisstjórnarinnar á opinberum fjármunum er gerð stórkostleg niðurskurðarkrafa á Hafrannsóknastofnun. Sú krafa þýðir m.a. að leggja þarf öðru af tveimur rannsóknarskipum okkar Íslendinga og segja upp á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum. Horfur í hafrannsóknum á Íslandi næstu árin, sem í lok árs 2018 virtust góðar, eru þess í stað orðnar afar slæmar í upphafi árs 2019. Fögur fyrirheit og yfirlýsingar, bæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í alþjóðlegu samstarfi virðast nú marklaus. Við blasir 300 milljóna niðurskurður til Hafrannsóknastofnunar á árinu. Ljóst er þetta mun hafa alvarleg áhrif á alla starfsemi stofnunarinnar. Skorið verður niður í rannsóknum og vöktun á nytjastofnum en niðurskurðurinn verður enn meiri þegar kemur að rannsóknum sem ekki flokkast beinlínis undir mat á fiskistofnum eða tengjast beinni fiskveiðiráðgjöf. Vandséð er að hægt verði að sinna ýmsum mikilvægum rannsóknum sem núverandi ríkisstjórn hefur sjálf lagt áherslu á að þörf sé fyrir. Ljóst er að ýmsar fyrirhugaðar rannsóknir á vistkerfum sjávar, áhrifum súrnunar sjávar, hlýnunar sjávar og plastmengunar á lífríki í sjó verða settar á ís eða lagðar af. Eðlilega má spyrja, hvers virði eru orð og yfirlýsingar stjórnvalda?Höfundur er sjávarlíffræðingur og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Fyrir áramót var ég bjartsýn. Í takt við mikla opinbera umfjöllun, vitundarvakningu og orð stjórnmálamanna var ég sannfærð um að árið 2019 yrði öflugt hafrannsóknaár á Íslandi. Hafið er ein mikilvægasta auðlind okkar Íslendinga en tekur nú tiltölulega hröðum breytingum með súrnun sjávar og hlýnun og aukinni plastmengun. Ég var í hópi þeirra sem fyrir aðeins nokkrum vikum trúðu því að 2019 yrði árið þar sem loks yrði hægt að efla rannsóknir á hafinu með það að markmiði að stórauka þekkingu á vistkerfi þess og mögulegum áhrifum stórra umhverfisbreytinga. Bjartsýni fyrir árið 2019 var, að ég held, réttlætanleg. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar má lesa setningarnar „Hafrannsóknir gegna lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þarf að efla“ og „Þannig á Ísland að efla rannsóknir á súrnun sjávar í samráði við vísindasamfélagið og sjávarútveginn“. Árið 2019 tekur Ísland við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og formennsku í Norðurheimskautsráðinu. Á báðum vettvöngum hefur Ísland lýst yfir áætlun um að leggja ríka áherslu á málefni hafsins. Í stað þess að þessar áherslur komi fram í ráðstöfun ríkisstjórnarinnar á opinberum fjármunum er gerð stórkostleg niðurskurðarkrafa á Hafrannsóknastofnun. Sú krafa þýðir m.a. að leggja þarf öðru af tveimur rannsóknarskipum okkar Íslendinga og segja upp á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum. Horfur í hafrannsóknum á Íslandi næstu árin, sem í lok árs 2018 virtust góðar, eru þess í stað orðnar afar slæmar í upphafi árs 2019. Fögur fyrirheit og yfirlýsingar, bæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í alþjóðlegu samstarfi virðast nú marklaus. Við blasir 300 milljóna niðurskurður til Hafrannsóknastofnunar á árinu. Ljóst er þetta mun hafa alvarleg áhrif á alla starfsemi stofnunarinnar. Skorið verður niður í rannsóknum og vöktun á nytjastofnum en niðurskurðurinn verður enn meiri þegar kemur að rannsóknum sem ekki flokkast beinlínis undir mat á fiskistofnum eða tengjast beinni fiskveiðiráðgjöf. Vandséð er að hægt verði að sinna ýmsum mikilvægum rannsóknum sem núverandi ríkisstjórn hefur sjálf lagt áherslu á að þörf sé fyrir. Ljóst er að ýmsar fyrirhugaðar rannsóknir á vistkerfum sjávar, áhrifum súrnunar sjávar, hlýnunar sjávar og plastmengunar á lífríki í sjó verða settar á ís eða lagðar af. Eðlilega má spyrja, hvers virði eru orð og yfirlýsingar stjórnvalda?Höfundur er sjávarlíffræðingur og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun