Efling hafrannsókna – Fögur fyrirheit stjórnvalda en marklaus? Hrönn Egilsdóttir skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fyrir áramót var ég bjartsýn. Í takt við mikla opinbera umfjöllun, vitundarvakningu og orð stjórnmálamanna var ég sannfærð um að árið 2019 yrði öflugt hafrannsóknaár á Íslandi. Hafið er ein mikilvægasta auðlind okkar Íslendinga en tekur nú tiltölulega hröðum breytingum með súrnun sjávar og hlýnun og aukinni plastmengun. Ég var í hópi þeirra sem fyrir aðeins nokkrum vikum trúðu því að 2019 yrði árið þar sem loks yrði hægt að efla rannsóknir á hafinu með það að markmiði að stórauka þekkingu á vistkerfi þess og mögulegum áhrifum stórra umhverfisbreytinga. Bjartsýni fyrir árið 2019 var, að ég held, réttlætanleg. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar má lesa setningarnar „Hafrannsóknir gegna lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þarf að efla“ og „Þannig á Ísland að efla rannsóknir á súrnun sjávar í samráði við vísindasamfélagið og sjávarútveginn“. Árið 2019 tekur Ísland við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og formennsku í Norðurheimskautsráðinu. Á báðum vettvöngum hefur Ísland lýst yfir áætlun um að leggja ríka áherslu á málefni hafsins. Í stað þess að þessar áherslur komi fram í ráðstöfun ríkisstjórnarinnar á opinberum fjármunum er gerð stórkostleg niðurskurðarkrafa á Hafrannsóknastofnun. Sú krafa þýðir m.a. að leggja þarf öðru af tveimur rannsóknarskipum okkar Íslendinga og segja upp á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum. Horfur í hafrannsóknum á Íslandi næstu árin, sem í lok árs 2018 virtust góðar, eru þess í stað orðnar afar slæmar í upphafi árs 2019. Fögur fyrirheit og yfirlýsingar, bæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í alþjóðlegu samstarfi virðast nú marklaus. Við blasir 300 milljóna niðurskurður til Hafrannsóknastofnunar á árinu. Ljóst er þetta mun hafa alvarleg áhrif á alla starfsemi stofnunarinnar. Skorið verður niður í rannsóknum og vöktun á nytjastofnum en niðurskurðurinn verður enn meiri þegar kemur að rannsóknum sem ekki flokkast beinlínis undir mat á fiskistofnum eða tengjast beinni fiskveiðiráðgjöf. Vandséð er að hægt verði að sinna ýmsum mikilvægum rannsóknum sem núverandi ríkisstjórn hefur sjálf lagt áherslu á að þörf sé fyrir. Ljóst er að ýmsar fyrirhugaðar rannsóknir á vistkerfum sjávar, áhrifum súrnunar sjávar, hlýnunar sjávar og plastmengunar á lífríki í sjó verða settar á ís eða lagðar af. Eðlilega má spyrja, hvers virði eru orð og yfirlýsingar stjórnvalda?Höfundur er sjávarlíffræðingur og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Fyrir áramót var ég bjartsýn. Í takt við mikla opinbera umfjöllun, vitundarvakningu og orð stjórnmálamanna var ég sannfærð um að árið 2019 yrði öflugt hafrannsóknaár á Íslandi. Hafið er ein mikilvægasta auðlind okkar Íslendinga en tekur nú tiltölulega hröðum breytingum með súrnun sjávar og hlýnun og aukinni plastmengun. Ég var í hópi þeirra sem fyrir aðeins nokkrum vikum trúðu því að 2019 yrði árið þar sem loks yrði hægt að efla rannsóknir á hafinu með það að markmiði að stórauka þekkingu á vistkerfi þess og mögulegum áhrifum stórra umhverfisbreytinga. Bjartsýni fyrir árið 2019 var, að ég held, réttlætanleg. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar má lesa setningarnar „Hafrannsóknir gegna lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þarf að efla“ og „Þannig á Ísland að efla rannsóknir á súrnun sjávar í samráði við vísindasamfélagið og sjávarútveginn“. Árið 2019 tekur Ísland við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og formennsku í Norðurheimskautsráðinu. Á báðum vettvöngum hefur Ísland lýst yfir áætlun um að leggja ríka áherslu á málefni hafsins. Í stað þess að þessar áherslur komi fram í ráðstöfun ríkisstjórnarinnar á opinberum fjármunum er gerð stórkostleg niðurskurðarkrafa á Hafrannsóknastofnun. Sú krafa þýðir m.a. að leggja þarf öðru af tveimur rannsóknarskipum okkar Íslendinga og segja upp á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum. Horfur í hafrannsóknum á Íslandi næstu árin, sem í lok árs 2018 virtust góðar, eru þess í stað orðnar afar slæmar í upphafi árs 2019. Fögur fyrirheit og yfirlýsingar, bæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í alþjóðlegu samstarfi virðast nú marklaus. Við blasir 300 milljóna niðurskurður til Hafrannsóknastofnunar á árinu. Ljóst er þetta mun hafa alvarleg áhrif á alla starfsemi stofnunarinnar. Skorið verður niður í rannsóknum og vöktun á nytjastofnum en niðurskurðurinn verður enn meiri þegar kemur að rannsóknum sem ekki flokkast beinlínis undir mat á fiskistofnum eða tengjast beinni fiskveiðiráðgjöf. Vandséð er að hægt verði að sinna ýmsum mikilvægum rannsóknum sem núverandi ríkisstjórn hefur sjálf lagt áherslu á að þörf sé fyrir. Ljóst er að ýmsar fyrirhugaðar rannsóknir á vistkerfum sjávar, áhrifum súrnunar sjávar, hlýnunar sjávar og plastmengunar á lífríki í sjó verða settar á ís eða lagðar af. Eðlilega má spyrja, hvers virði eru orð og yfirlýsingar stjórnvalda?Höfundur er sjávarlíffræðingur og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun