Átta nemendur í grunnskóla í Haslev í Suður-Sjálandi hafa greinst með berkla. Veikindin hafa rakin til þess að einn nemandi smitaðist af berklum í haust. Þeim nemanda var haldið heima og fékk hann lyf þar til smithættan var liðin hjá. Berklar geta hins vegar tekið nokkra mánuði að koma í ljós.
Enginn kennari skólans hefur greinst með berkla en rannsaka verður alla þá nemendur sem hafa umgengist hina smituðu, samkvæmt Mette Løvbjerg, skólastjóra Midtskolen.
Berklar smitast meðal annars með hóstum og hnerrum. Sjúkdómurinn var afar algengur á árum áður. Á árunum 1912 til 1920 dóu um 150 til 200 manns á ári, hér á landi. Það dró hins vegar verulega úr berklum hér með tilkomu berklalyfja um 1950, samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis.
Líklegt þykir að fleiri séu smitaðir í Danmörku.
Meðferð við berklum felur í sér samfellda fjöllyfjameðferð í minnst sex mánuði til að koma í veg fyrir að bakteríurnar myndi ónæmi fyrir lyfjunum. Lyfþolnir sýklar eru þó vaxandi ógn á heimsvísu.
Erlent