Curry orðinn sá þriðji þristahæsti og Harden setti sögulega þrennu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. janúar 2019 10:02 Stephen Curry kann að skjóta körfubolta vísir/getty Stephen Curry er orðinn þriðji þristahæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar og James Harden náði sér í sögulega þrefalda tvennu í nótt þegar níu leikir fóru fram í NBA deildinni. Hinn þrítugi Curry er ein af stórstjörnum meistaraliðs Golden State Warriors og hann var enn einu sinni drifkrafturinn í sóknarleik Warriors sem vann Chicago Bulls 146-109 á heimavelli. Curry skoraði fimm þriggja stiga körfur í nótt og er því kominn með 2285 þriggja stiga körfur á ferlinu. Með þriðju þriggja stiga körfu kvöldsins, númer 2283, fór Curry yfir Jason Terry á listanum yfir þá menn með flesta þrista í sögu NBA og situr nú í þriðja sæti.Congrats to @StephenCurry30 of the @warriors on moving up to 3rd on the all-time 3PM list! #DubNation#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/w3AgYhno4D — NBA (@NBA) January 12, 2019 Þeir sem eru nú á undan Curry eru Reggie Miller með 2560 þrista og efstur er Ray Allen sem skoraði 2973 þrista á ferlinum. „Þetta er mjög sérstakt afrek. Þessir tveir sem eru eftir fyrir ofan mig, þetta eru þeir sem ég horfði á sem barn, þeir voru átrúnaðargoðin mín,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry skoraði 28 stig í leiknum í nótt, Kevin Durant bætti 22 stigum við í mjög öruggum sigri Warriors.@KlayThompson (30 PTS, 7 3PM) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) knock down a combined 12 threes to pace the @warriors at home! #DubNationpic.twitter.com/YTmtsAxHWt — NBA (@NBA) January 12, 2019 Í Houston unnu heimamenn öruggan sigur á Cleveland Cavaliers 141-113. James Harden hefur verið óstöðvandi fyrir Houston undanfarið og hann nældi sér í sína þriðju þrennu í síðustu sex leikjum. Þrennan er þó merkileg fyrir þær sakir að Harden náði henni á innan við hálftíma. Samkvæmt Elias Sports Bureau varð Harden fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að ná í þrennu með 40 stigum á minna en hálftíma. Mike D'Antoni, þjálfari Rockets, var búinn að láta Harden vita af því að hann yrði hvíldur í fjórða leikhluta þar sem sigurinn var aldrei í hættu fyrir Houston. Harden skoraði 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar á 29 mínútum og 34 sekúndum.@JHarden13 goes off for 43 PTS, 12 AST, 10 REB in 29:34 of game action in the @HoustonRockets win! #Rockets Harden is the first player in @NBAHistory to record a 40-point triple-double in 30-or-fewer minutes played. pic.twitter.com/mBZ78FW1mF — NBA (@NBA) January 12, 2019Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 121-123 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 113-106 New York Knicks - Indiana Pacers 106-121 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 122-105 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 141-113 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 115-119 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 113-95 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 127-96 Golden State Warriors - Chicago Bulls 146-109 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Stephen Curry er orðinn þriðji þristahæsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar og James Harden náði sér í sögulega þrefalda tvennu í nótt þegar níu leikir fóru fram í NBA deildinni. Hinn þrítugi Curry er ein af stórstjörnum meistaraliðs Golden State Warriors og hann var enn einu sinni drifkrafturinn í sóknarleik Warriors sem vann Chicago Bulls 146-109 á heimavelli. Curry skoraði fimm þriggja stiga körfur í nótt og er því kominn með 2285 þriggja stiga körfur á ferlinu. Með þriðju þriggja stiga körfu kvöldsins, númer 2283, fór Curry yfir Jason Terry á listanum yfir þá menn með flesta þrista í sögu NBA og situr nú í þriðja sæti.Congrats to @StephenCurry30 of the @warriors on moving up to 3rd on the all-time 3PM list! #DubNation#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/w3AgYhno4D — NBA (@NBA) January 12, 2019 Þeir sem eru nú á undan Curry eru Reggie Miller með 2560 þrista og efstur er Ray Allen sem skoraði 2973 þrista á ferlinum. „Þetta er mjög sérstakt afrek. Þessir tveir sem eru eftir fyrir ofan mig, þetta eru þeir sem ég horfði á sem barn, þeir voru átrúnaðargoðin mín,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry skoraði 28 stig í leiknum í nótt, Kevin Durant bætti 22 stigum við í mjög öruggum sigri Warriors.@KlayThompson (30 PTS, 7 3PM) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) knock down a combined 12 threes to pace the @warriors at home! #DubNationpic.twitter.com/YTmtsAxHWt — NBA (@NBA) January 12, 2019 Í Houston unnu heimamenn öruggan sigur á Cleveland Cavaliers 141-113. James Harden hefur verið óstöðvandi fyrir Houston undanfarið og hann nældi sér í sína þriðju þrennu í síðustu sex leikjum. Þrennan er þó merkileg fyrir þær sakir að Harden náði henni á innan við hálftíma. Samkvæmt Elias Sports Bureau varð Harden fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að ná í þrennu með 40 stigum á minna en hálftíma. Mike D'Antoni, þjálfari Rockets, var búinn að láta Harden vita af því að hann yrði hvíldur í fjórða leikhluta þar sem sigurinn var aldrei í hættu fyrir Houston. Harden skoraði 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar á 29 mínútum og 34 sekúndum.@JHarden13 goes off for 43 PTS, 12 AST, 10 REB in 29:34 of game action in the @HoustonRockets win! #Rockets Harden is the first player in @NBAHistory to record a 40-point triple-double in 30-or-fewer minutes played. pic.twitter.com/mBZ78FW1mF — NBA (@NBA) January 12, 2019Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 121-123 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 113-106 New York Knicks - Indiana Pacers 106-121 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 122-105 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 141-113 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 115-119 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 113-95 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 127-96 Golden State Warriors - Chicago Bulls 146-109
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn