Sveitarstjóri fundar með stjórn HSU vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 12:23 Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Rangárþings ytra hefur miklar áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Hann vill fá skýringar á því hvort fækkunin sé nauðsynleg ráðstöfun. Sveitastjórnin mun funda með Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fyrramálið. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, hefur áhyggjur af fækkuninni og segir fjármuni tryggða fyrir sjúkraflutningum í Rangárþingi. Því hefur hann boðað stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til fundar á morgun en sveitastjórnin vill skýringar á fækkuninni. „Samkvæmt upplýsingum frá þeim þingmönnum sem tóku þátt í því að tryggja fjármuni þá telja þeir að þetta sé fullfjármagnað. Þess vegna viljum við ræða við stjórn HSU, komast að því hvort þetta sé nauðsynleg ráðstöfun og fá skýringar á henni. Við höfum áhyggjur af fækkuninni þar sem hér er þung umferð. Hér hefur ferðamennska aukist gríðarlega á síðustu árum og því viljum við, bæði fyrir íbúa og þá sem eru hér gestir, hafa trygga sjúkraflutninga. Það er auðvitað alltaf erfitt að ná endum saman og maður hefur skilning á því en við teljum að þetta sé fullfjármagnað,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitastjói Rangárþings ytra. Þá hefur hann einnig áhyggjur af fyrirkomulagi vakta í ljósi þungrar umferðar á svæðinu. „Það er gert ráð fyrir því að þarna verði bakvaktir í staðin fyrir staðbundnar vaktir á nóttunni. Það er auðvitað lausn sem menn þekkja en þá er um að ræða fólk sem er ekki í sjúkraflutningum að öllu jöfnu og hefur því ekki sömu þjálfun,“ sagði Ágúst. Heilbrigðismál Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sveitarstjóri Rangárþings ytra hefur miklar áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Hann vill fá skýringar á því hvort fækkunin sé nauðsynleg ráðstöfun. Sveitastjórnin mun funda með Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fyrramálið. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, hefur áhyggjur af fækkuninni og segir fjármuni tryggða fyrir sjúkraflutningum í Rangárþingi. Því hefur hann boðað stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til fundar á morgun en sveitastjórnin vill skýringar á fækkuninni. „Samkvæmt upplýsingum frá þeim þingmönnum sem tóku þátt í því að tryggja fjármuni þá telja þeir að þetta sé fullfjármagnað. Þess vegna viljum við ræða við stjórn HSU, komast að því hvort þetta sé nauðsynleg ráðstöfun og fá skýringar á henni. Við höfum áhyggjur af fækkuninni þar sem hér er þung umferð. Hér hefur ferðamennska aukist gríðarlega á síðustu árum og því viljum við, bæði fyrir íbúa og þá sem eru hér gestir, hafa trygga sjúkraflutninga. Það er auðvitað alltaf erfitt að ná endum saman og maður hefur skilning á því en við teljum að þetta sé fullfjármagnað,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitastjói Rangárþings ytra. Þá hefur hann einnig áhyggjur af fyrirkomulagi vakta í ljósi þungrar umferðar á svæðinu. „Það er gert ráð fyrir því að þarna verði bakvaktir í staðin fyrir staðbundnar vaktir á nóttunni. Það er auðvitað lausn sem menn þekkja en þá er um að ræða fólk sem er ekki í sjúkraflutningum að öllu jöfnu og hefur því ekki sömu þjálfun,“ sagði Ágúst.
Heilbrigðismál Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06