Sveitarstjóri fundar með stjórn HSU vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 12:23 Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Rangárþings ytra hefur miklar áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Hann vill fá skýringar á því hvort fækkunin sé nauðsynleg ráðstöfun. Sveitastjórnin mun funda með Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fyrramálið. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, hefur áhyggjur af fækkuninni og segir fjármuni tryggða fyrir sjúkraflutningum í Rangárþingi. Því hefur hann boðað stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til fundar á morgun en sveitastjórnin vill skýringar á fækkuninni. „Samkvæmt upplýsingum frá þeim þingmönnum sem tóku þátt í því að tryggja fjármuni þá telja þeir að þetta sé fullfjármagnað. Þess vegna viljum við ræða við stjórn HSU, komast að því hvort þetta sé nauðsynleg ráðstöfun og fá skýringar á henni. Við höfum áhyggjur af fækkuninni þar sem hér er þung umferð. Hér hefur ferðamennska aukist gríðarlega á síðustu árum og því viljum við, bæði fyrir íbúa og þá sem eru hér gestir, hafa trygga sjúkraflutninga. Það er auðvitað alltaf erfitt að ná endum saman og maður hefur skilning á því en við teljum að þetta sé fullfjármagnað,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitastjói Rangárþings ytra. Þá hefur hann einnig áhyggjur af fyrirkomulagi vakta í ljósi þungrar umferðar á svæðinu. „Það er gert ráð fyrir því að þarna verði bakvaktir í staðin fyrir staðbundnar vaktir á nóttunni. Það er auðvitað lausn sem menn þekkja en þá er um að ræða fólk sem er ekki í sjúkraflutningum að öllu jöfnu og hefur því ekki sömu þjálfun,“ sagði Ágúst. Heilbrigðismál Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Sveitarstjóri Rangárþings ytra hefur miklar áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Hann vill fá skýringar á því hvort fækkunin sé nauðsynleg ráðstöfun. Sveitastjórnin mun funda með Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fyrramálið. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, hefur áhyggjur af fækkuninni og segir fjármuni tryggða fyrir sjúkraflutningum í Rangárþingi. Því hefur hann boðað stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til fundar á morgun en sveitastjórnin vill skýringar á fækkuninni. „Samkvæmt upplýsingum frá þeim þingmönnum sem tóku þátt í því að tryggja fjármuni þá telja þeir að þetta sé fullfjármagnað. Þess vegna viljum við ræða við stjórn HSU, komast að því hvort þetta sé nauðsynleg ráðstöfun og fá skýringar á henni. Við höfum áhyggjur af fækkuninni þar sem hér er þung umferð. Hér hefur ferðamennska aukist gríðarlega á síðustu árum og því viljum við, bæði fyrir íbúa og þá sem eru hér gestir, hafa trygga sjúkraflutninga. Það er auðvitað alltaf erfitt að ná endum saman og maður hefur skilning á því en við teljum að þetta sé fullfjármagnað,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitastjói Rangárþings ytra. Þá hefur hann einnig áhyggjur af fyrirkomulagi vakta í ljósi þungrar umferðar á svæðinu. „Það er gert ráð fyrir því að þarna verði bakvaktir í staðin fyrir staðbundnar vaktir á nóttunni. Það er auðvitað lausn sem menn þekkja en þá er um að ræða fólk sem er ekki í sjúkraflutningum að öllu jöfnu og hefur því ekki sömu þjálfun,“ sagði Ágúst.
Heilbrigðismál Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06