Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 16:59 Trump kvað skýrar að orði um meint tengsl sín við Rússland í dag en hann gerði í viðtali á Fox um helgina. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti við fréttamenn í dag að hann hefði „aldrei unnið fyrir Rússa“. Undanfarna daga hefur verið sagt frá því að alríkislögreglan FBI hafi sett af stað leyniþjónusturannsókn á hvort að Trump tæki við skipunum frá Rússlandi og að forsetinn hafi reynt að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans með Pútín Rússlandsforseta væru aðgengilegar. „Ég vann aldrei fyrir Rússland,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag þegar hann var á leið til Lúisíana. Hafnaði forsetinn frétt Washington Post um að hann hefði lagt hald á minnispunkta túlks sem var viðstaddur fund hans og Vladímírs Pútín árið 2017. Svar forsetans var afdráttarlausara í dag en það var í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina á laugardagskvöld. Athygli vakti að Trump sagði þá aðeins að spurningin um hvort að hann hefði unnið fyrir Rússa væri „móðgandi“ en neitaði því aldrei. „Ekki bara vann ég aldrei fyrir Rússland, mér finnst það hneyksli að þú spyrjir einu sinni þessarar spurningar vegna þess að þetta er feitt gabb, Þetta er bara gabb,“ sagði forsetinn í dag. Washington Post sagði að engar formlegar heimildir væru til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt auglitis til auglitis frá því að Trump tók við embætti árið 2017. Jafnvel æðstu embættismenn Hvíta hússins viti ekki fyrir víst hvað þeim fór á milli. Trump hafi sjálfur skipað túlki sem var viðstaddur einn fundinn að segja engum frá efni hans og lagt hald á minnispunkta sem túlkurinn tók niður. Það eina sem embættismenn fengu upp úr túlknum um fundinn var að Pútín hefði neitað því við Trump að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem hann vann árið 2016. Trump hafi svarað: „Ég trúi þér.“ Allar leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi stýrt herferð til að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti.President Donald Trump: "I never worked for Russia” pic.twitter.com/net1yJWVzl— CNN Politics (@CNNPolitics) January 14, 2019 Segir yfirmenn FBI „þekkta þrjóta“ Demókratar á Bandaríkjaþingi vildu kalla túlkinn fyrir þingnefnd á síðasta þingi en fulltrúar repúblikana komu í veg fyrir það. Nú í meirihluta í fulltrúadeildinni eru demókratar sagðir íhuga að stefna túlkum sem sátu fundi Trump og Pútín að bera vitni fyrir þingnefnd. New York Times hafði áður sagt frá því að yfirmenn FBI hafi byrjað að rannsaka hvort að Trump væri á mála hjá Rússum eftir að forsetinn rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar í maí árið 2017. Sú rannsókn var skammlíf því aðeins nokkrum dögum síðar skipaði dómsmálaráðuneytið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda meints samráðs framboðs Trump við Rússa. Kallaði Trump yfirmenn alríkislögreglunnar „þekkta þrjóta“ þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Sakaði hann Comey um að vera „spillt lögga“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti við fréttamenn í dag að hann hefði „aldrei unnið fyrir Rússa“. Undanfarna daga hefur verið sagt frá því að alríkislögreglan FBI hafi sett af stað leyniþjónusturannsókn á hvort að Trump tæki við skipunum frá Rússlandi og að forsetinn hafi reynt að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans með Pútín Rússlandsforseta væru aðgengilegar. „Ég vann aldrei fyrir Rússland,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag þegar hann var á leið til Lúisíana. Hafnaði forsetinn frétt Washington Post um að hann hefði lagt hald á minnispunkta túlks sem var viðstaddur fund hans og Vladímírs Pútín árið 2017. Svar forsetans var afdráttarlausara í dag en það var í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina á laugardagskvöld. Athygli vakti að Trump sagði þá aðeins að spurningin um hvort að hann hefði unnið fyrir Rússa væri „móðgandi“ en neitaði því aldrei. „Ekki bara vann ég aldrei fyrir Rússland, mér finnst það hneyksli að þú spyrjir einu sinni þessarar spurningar vegna þess að þetta er feitt gabb, Þetta er bara gabb,“ sagði forsetinn í dag. Washington Post sagði að engar formlegar heimildir væru til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt auglitis til auglitis frá því að Trump tók við embætti árið 2017. Jafnvel æðstu embættismenn Hvíta hússins viti ekki fyrir víst hvað þeim fór á milli. Trump hafi sjálfur skipað túlki sem var viðstaddur einn fundinn að segja engum frá efni hans og lagt hald á minnispunkta sem túlkurinn tók niður. Það eina sem embættismenn fengu upp úr túlknum um fundinn var að Pútín hefði neitað því við Trump að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem hann vann árið 2016. Trump hafi svarað: „Ég trúi þér.“ Allar leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi stýrt herferð til að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti.President Donald Trump: "I never worked for Russia” pic.twitter.com/net1yJWVzl— CNN Politics (@CNNPolitics) January 14, 2019 Segir yfirmenn FBI „þekkta þrjóta“ Demókratar á Bandaríkjaþingi vildu kalla túlkinn fyrir þingnefnd á síðasta þingi en fulltrúar repúblikana komu í veg fyrir það. Nú í meirihluta í fulltrúadeildinni eru demókratar sagðir íhuga að stefna túlkum sem sátu fundi Trump og Pútín að bera vitni fyrir þingnefnd. New York Times hafði áður sagt frá því að yfirmenn FBI hafi byrjað að rannsaka hvort að Trump væri á mála hjá Rússum eftir að forsetinn rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar í maí árið 2017. Sú rannsókn var skammlíf því aðeins nokkrum dögum síðar skipaði dómsmálaráðuneytið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda meints samráðs framboðs Trump við Rússa. Kallaði Trump yfirmenn alríkislögreglunnar „þekkta þrjóta“ þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Sakaði hann Comey um að vera „spillt lögga“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32
Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00
Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53