Viðskipti innlent

Edda leiðir sameinað svið hjá Íslandsbanka

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Hermannsdóttir.
Edda Hermannsdóttir. Mynd/Íslandsbanki
Íslandsbanki hefur ákveðið að sameina markaðsmál, samskipti og greiningu og hefur Edda Hermannsdóttir verið ráðin forstöðumaður sameinaðs sviðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Edda hefur starfað sem samskiptastjóri bankans frá 2015 og starfaði áður sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og stundar stjórnunarnám í IESE í Barcelona.

Í tilkynningu segir að þessar skipulagsbreytingar séu gerðar í kjölfar þess að Guðmundur Arnar Guðmundsson, sem starfað hefur sem markaðsstjóri, ákvað að kveðja bankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×