Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 14:59 Vísindamennirnir reiknuðu út hversu miklum ís jöklar á 65 svæðum á Suðurskautslandinu tapa og græða. Vísir/Getty Jöklar Suðurskautslandsins bráðna nú mun hraðar en þeir gerðu á síðari hluta 20. aldar og hætta er á að yfirborð sjávar hækki meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ný rannsókn bendir til þess að ísinn bráðni nú sexfalt hraðar en hann gerði á 9. áratugnum. Örlög suðurskautsíssins getur haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Innflæði hlýs sjávar er sagt hafa hraðað bráðnun sem á sér stað á Suðurskautslandinu með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Frá 1979 til 1989 tapaði álfan um fjörutíu milljörðum tonna af ís á ári. Frá árinu 2009 hefur tapið verið 252 milljarðar tonna á ári samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar í gær. Mest er ístapið á vestanverðu Suðurskautslandinu. Þar hefur Furueyjujökullinn einn og sér misst meira en biljón (milljón milljónir) tonna af ís frá 1979, að því er segir í frétt Washington Post um rannsóknina. Thwaites-jökullinn hefur misst 634 milljarða tonna af ís á sama tímabili. Í heildina er nógu mikið af ís á vesturhluta Suðurskautslandsins til þess að hækka yfirborð sjávar um 5,28 metra á heimsvísu.Gæti tvöfaldað sjávarstöðuhækkun við Ísland Fram að þessu hefur verið talið að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé stöðugri. Langmest af ísnum á suðurskautinu er að finna þar. Rannsóknin nú leiðir í ljós að mikil bráðnun á sér stað austanmegin og að stórir jöklar þar tapa ís hratt. Svo mikill ís er á austurhluta Suðurskautslandsins að ef hann bráðnaði allur gæti yfirborð sjávar hækkað um tæpa 52 metra. „Það hefur lengi verið vitað að Vestur-Suðurskautslandið og Suðurskautsskaginn væru að missa massa en að uppgötva að verulegt ístap eigi sér einnig stað á Austur-Suðurskautslandinu er virkilega mikilvægt vegna þess að það er svo mikil möguleg sjávarstöðuhækkun falin í þessum dældum,“ segir Christine Dow, jöklafræðingur við Waterloo-háskóla í Kanada. Á Íslandi er búist við minni hækkun sjávarmáls en hnattræna meðaltali á þessari öld. Ástæðan er bráðnun íssins á Grænlandi. Íshellan þar er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Þegar ísinn þar bráðnar slaknar á þyngdarkraftinum og yfirborð sjávar lækkar hér en hækkar hins vegar sunnar á hnettinum. Á sama hátt á sjávarstaðan við Ísland mikið undir því hvað verður um ísinn á suðurhveli jarðar. Varað var við því í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í fyrra að verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um sjávarstöðuhækkun við landið tvöfaldast skyndilega. Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Jöklar Suðurskautslandsins bráðna nú mun hraðar en þeir gerðu á síðari hluta 20. aldar og hætta er á að yfirborð sjávar hækki meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ný rannsókn bendir til þess að ísinn bráðni nú sexfalt hraðar en hann gerði á 9. áratugnum. Örlög suðurskautsíssins getur haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Innflæði hlýs sjávar er sagt hafa hraðað bráðnun sem á sér stað á Suðurskautslandinu með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Frá 1979 til 1989 tapaði álfan um fjörutíu milljörðum tonna af ís á ári. Frá árinu 2009 hefur tapið verið 252 milljarðar tonna á ári samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar í gær. Mest er ístapið á vestanverðu Suðurskautslandinu. Þar hefur Furueyjujökullinn einn og sér misst meira en biljón (milljón milljónir) tonna af ís frá 1979, að því er segir í frétt Washington Post um rannsóknina. Thwaites-jökullinn hefur misst 634 milljarða tonna af ís á sama tímabili. Í heildina er nógu mikið af ís á vesturhluta Suðurskautslandsins til þess að hækka yfirborð sjávar um 5,28 metra á heimsvísu.Gæti tvöfaldað sjávarstöðuhækkun við Ísland Fram að þessu hefur verið talið að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé stöðugri. Langmest af ísnum á suðurskautinu er að finna þar. Rannsóknin nú leiðir í ljós að mikil bráðnun á sér stað austanmegin og að stórir jöklar þar tapa ís hratt. Svo mikill ís er á austurhluta Suðurskautslandsins að ef hann bráðnaði allur gæti yfirborð sjávar hækkað um tæpa 52 metra. „Það hefur lengi verið vitað að Vestur-Suðurskautslandið og Suðurskautsskaginn væru að missa massa en að uppgötva að verulegt ístap eigi sér einnig stað á Austur-Suðurskautslandinu er virkilega mikilvægt vegna þess að það er svo mikil möguleg sjávarstöðuhækkun falin í þessum dældum,“ segir Christine Dow, jöklafræðingur við Waterloo-háskóla í Kanada. Á Íslandi er búist við minni hækkun sjávarmáls en hnattræna meðaltali á þessari öld. Ástæðan er bráðnun íssins á Grænlandi. Íshellan þar er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Þegar ísinn þar bráðnar slaknar á þyngdarkraftinum og yfirborð sjávar lækkar hér en hækkar hins vegar sunnar á hnettinum. Á sama hátt á sjávarstaðan við Ísland mikið undir því hvað verður um ísinn á suðurhveli jarðar. Varað var við því í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í fyrra að verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um sjávarstöðuhækkun við landið tvöfaldast skyndilega.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34