Reiddu of hátt til höggs Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun