Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2019 08:15 Svefninn er okkur mjög mikilvægur. vísir/Getty Skortur er á fræðslu um svefn meðal barna og ungmenna og hvaða afleiðingar það hefur að sofa ekki nægilega mikið. Börn og ungmenni þurfa að læra að þekkja eigin líkama og tilfinningar og átta sig á þeirri vanlíðan sem fylgir því að fá ekki fullnægjandi svefn. Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, telur mikla þörf á að koma fræðslu um svefn á í skólum. Best sé að byrja þegar börnin eru ung að aldri. „Það er mikið um orkudrykkjaneyslu meðal íslenskra ungmenna á sama tíma og skjánotkun er umfram skynsemismörk, en þá er oft talað um að tvær klukkustundir séu hámarkstíma fyrir framan skjá-inn á dag. Auðvitað er mikilvægt að mæta einstaklingum á raunhæfum forsendum og vera styðjandi. En við þurfum að fræða ungmennin okkar um afleiðingar þess að fá ekki fullnægjandi svefn, þau brengla hormónabúskapinn og reyna svo að leiðrétta ástandið með skyndilausnum á borð við orkudrykki eða einföld kolvetni,“ segir Guðrún.SvefnstiginSvefnstig 1 Þessu ástandi má líkja við slökunar ástand þar sem við erum milli tveggja heima. Við vitum af okkur en samt ekki. Ef einhver hnippir í okkur og spyr hvort við séum vakandi þá er líklegt að við svörum því það er einhver meðvitund í gangi. Fólk sem stundar jóga, núvitund eða slökun getur náð þessari heilavirkni sem einkennir þetta fyrsta svefnstig. Fyrsta svefnstigið er brú yfir í svefninn.Svefnstig 2 Við erum í þessu ástandi um helming nætur og er þetta ástand talið tengjast endurheimt á líkamlegri orku.Svefnstig 3 og 4 Djúpsvefninn, er líklega mikilvægasti svefninn sem við fáum. Þá verður hreinsun í líkamanum, losun á eiturefnum, flokkun á minninu, hvað á að festast og hverju á að henda, flokkun áreitis yfir daginn, endurnýjun á frumum og vaxtarhormón myndast. Það er mikið að gerast í djúpsvefninum og hann er ríkjandi fyrri part nætur frá miðnætti um það bili til klukkan þrjú um nótt.REM Draumsvefninn er líka mikilvægur og er hann talinn vera úrvinnsla tilfinningalegra áreita. Ef við erum undir álagi getur draumsvefninn breyst og orðið órólegri. Hann er líka talinn góður fyrir minnið og það sem er kallað aðgerða-minni. Þegar við erum að tileinka okkur einhvers konar færni, læra að prjóna, spila á hljóðfæri, nýja íþrótt, dans eða eitthvað svoleiðis þá festist færnin í minninu hjá okkur í draumsvefni. Þetta sést mest hjá litlum börnum. Fyrstu tvö æviárin eru þau mun meira í draumsvefni en þekkist hjá eldri börnum og fullorðnum. Þarna eru börn á því æviskeiði að þau eru sífellt að læra einhvers konar færni sem þau þurfa að ná að tileinka sér. Þess vegna er vitað að draumsvefninn er mikilvægur fyrir barnið. Draumsvefn er ríkjandi undir morguninn, svona léttur svefn og draumsvefn undir lok nætur. Þá er alveg eðlilegt að maður rumski og viti aðeins af sér. Það er bara eitthvað sem gerist og eykst með aldrinum. Að vakna upp á nóttunni fer að aukast upp úr fertugu. Það verður rof á svefninum sem er fullkomlega eðlilegt. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Skortur er á fræðslu um svefn meðal barna og ungmenna og hvaða afleiðingar það hefur að sofa ekki nægilega mikið. Börn og ungmenni þurfa að læra að þekkja eigin líkama og tilfinningar og átta sig á þeirri vanlíðan sem fylgir því að fá ekki fullnægjandi svefn. Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, telur mikla þörf á að koma fræðslu um svefn á í skólum. Best sé að byrja þegar börnin eru ung að aldri. „Það er mikið um orkudrykkjaneyslu meðal íslenskra ungmenna á sama tíma og skjánotkun er umfram skynsemismörk, en þá er oft talað um að tvær klukkustundir séu hámarkstíma fyrir framan skjá-inn á dag. Auðvitað er mikilvægt að mæta einstaklingum á raunhæfum forsendum og vera styðjandi. En við þurfum að fræða ungmennin okkar um afleiðingar þess að fá ekki fullnægjandi svefn, þau brengla hormónabúskapinn og reyna svo að leiðrétta ástandið með skyndilausnum á borð við orkudrykki eða einföld kolvetni,“ segir Guðrún.SvefnstiginSvefnstig 1 Þessu ástandi má líkja við slökunar ástand þar sem við erum milli tveggja heima. Við vitum af okkur en samt ekki. Ef einhver hnippir í okkur og spyr hvort við séum vakandi þá er líklegt að við svörum því það er einhver meðvitund í gangi. Fólk sem stundar jóga, núvitund eða slökun getur náð þessari heilavirkni sem einkennir þetta fyrsta svefnstig. Fyrsta svefnstigið er brú yfir í svefninn.Svefnstig 2 Við erum í þessu ástandi um helming nætur og er þetta ástand talið tengjast endurheimt á líkamlegri orku.Svefnstig 3 og 4 Djúpsvefninn, er líklega mikilvægasti svefninn sem við fáum. Þá verður hreinsun í líkamanum, losun á eiturefnum, flokkun á minninu, hvað á að festast og hverju á að henda, flokkun áreitis yfir daginn, endurnýjun á frumum og vaxtarhormón myndast. Það er mikið að gerast í djúpsvefninum og hann er ríkjandi fyrri part nætur frá miðnætti um það bili til klukkan þrjú um nótt.REM Draumsvefninn er líka mikilvægur og er hann talinn vera úrvinnsla tilfinningalegra áreita. Ef við erum undir álagi getur draumsvefninn breyst og orðið órólegri. Hann er líka talinn góður fyrir minnið og það sem er kallað aðgerða-minni. Þegar við erum að tileinka okkur einhvers konar færni, læra að prjóna, spila á hljóðfæri, nýja íþrótt, dans eða eitthvað svoleiðis þá festist færnin í minninu hjá okkur í draumsvefni. Þetta sést mest hjá litlum börnum. Fyrstu tvö æviárin eru þau mun meira í draumsvefni en þekkist hjá eldri börnum og fullorðnum. Þarna eru börn á því æviskeiði að þau eru sífellt að læra einhvers konar færni sem þau þurfa að ná að tileinka sér. Þess vegna er vitað að draumsvefninn er mikilvægur fyrir barnið. Draumsvefn er ríkjandi undir morguninn, svona léttur svefn og draumsvefn undir lok nætur. Þá er alveg eðlilegt að maður rumski og viti aðeins af sér. Það er bara eitthvað sem gerist og eykst með aldrinum. Að vakna upp á nóttunni fer að aukast upp úr fertugu. Það verður rof á svefninum sem er fullkomlega eðlilegt.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira