Hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2019 07:55 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Vísir Skattrannsóknarstjóra hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum og þá hefur verið reynt að múta Bryndísi Kristjánsdóttur, sem gegnt hefur embætti skattrannsóknarstjóra frá árinu 2007. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í Viðskiptamogganum í dag. „Ég hef fengið hótanir og það hefur líka verið reynt að múta mér. Það eru dæmi um það. Þeir sem sæta rannsókn koma ekki sjálfviljugir hingað. Það er allt undir. Allir þínir peningar, fjármunir og þetta reynir auðvitað á alla. Fjölskyldu og maka og tekur oft langan tíma. Við reynum að vera meðvituð um þetta,“ segir Bryndís í viðtalinu. Þá hefur öðrum starfsmönnum embættisins einnig verið hótað og í einu tilfelli var til að mynda ættingjum starfsmanns hótað atvinnumissi. Bryndís segir að sér hafi þótt það svolítið langt gengið en oft sé erfitt með sönnun í svona málum þar sem fólki er hótað þar sem hótanirnar séu sjaldnast settar fram í vitna viðurvist. „En stofnuninni sem slíkri hefur verið hótað, og okkur hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hótað,“ segir Bryndís. Einu sinni var síðan reynt að múta henni með því að hún fengi að drekka frítt á bar niðri í bæ í heilt ár gegn því að tiltekið mál yrði fellt niður. „Einhverjir hefðu kannski freistast til þess. Þetta er náttúrlega bara hluti af þessu starfi. Það er auðvitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og stend og fell með því. Það eru engin svona afskipti sem hafa áhrif á það hvernig við tökum á málum,“ segir skattrannsóknarstjóri. Skattar og tollar Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Skattrannsóknarstjóra hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum og þá hefur verið reynt að múta Bryndísi Kristjánsdóttur, sem gegnt hefur embætti skattrannsóknarstjóra frá árinu 2007. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í Viðskiptamogganum í dag. „Ég hef fengið hótanir og það hefur líka verið reynt að múta mér. Það eru dæmi um það. Þeir sem sæta rannsókn koma ekki sjálfviljugir hingað. Það er allt undir. Allir þínir peningar, fjármunir og þetta reynir auðvitað á alla. Fjölskyldu og maka og tekur oft langan tíma. Við reynum að vera meðvituð um þetta,“ segir Bryndís í viðtalinu. Þá hefur öðrum starfsmönnum embættisins einnig verið hótað og í einu tilfelli var til að mynda ættingjum starfsmanns hótað atvinnumissi. Bryndís segir að sér hafi þótt það svolítið langt gengið en oft sé erfitt með sönnun í svona málum þar sem fólki er hótað þar sem hótanirnar séu sjaldnast settar fram í vitna viðurvist. „En stofnuninni sem slíkri hefur verið hótað, og okkur hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hótað,“ segir Bryndís. Einu sinni var síðan reynt að múta henni með því að hún fengi að drekka frítt á bar niðri í bæ í heilt ár gegn því að tiltekið mál yrði fellt niður. „Einhverjir hefðu kannski freistast til þess. Þetta er náttúrlega bara hluti af þessu starfi. Það er auðvitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og stend og fell með því. Það eru engin svona afskipti sem hafa áhrif á það hvernig við tökum á málum,“ segir skattrannsóknarstjóri.
Skattar og tollar Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira