Vilja göngubrú eða undirgöng vegna öryggis nemenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2019 10:33 Þess er krafist að sett verði göngubrú eða grafin undirgöng í stað þessarar gangbrautar. Visir/Tryggvi Páll Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu. Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu.
Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira