Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 19. janúar 2019 07:15 Bandaríkjaforseti er enn á ný sagður hafa brotið af sér. NordicPhotos/AFP Tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings munu hefja rannsókn á því hvort Donald Trump forseti hafi skipað Michael Cohen, þá persónulegum lögfræðingi sínum, að ljúga að þinginu meðan á kosningabaráttu stóð árið 2016 um mislukkuð fasteignaviðskipti í Moskvu. BuzzFeed News greindi fyrst frá hinu meinta broti og hafði eftir tveimur heimildarmönnum innan úr löggæslukerfinu. Á þessum tíma sagði Trump sjálfur að hann hefði engin viðskiptatengsl við Rússland. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar, sagði að það væri alríkisglæpur að skipa undirmanni sínum að ljúga að þinginu. „Dómsmálanefndin á að komast til botns í þessu máli og það munum við gera,“ tísti Nadler. Adam Schiff, Demókrati og formaður upplýsingamálanefndar, sagði að nefndin myndi gera það sem nauðsynlegt er til þess að komast að hinu sanna í málinu. Bætti því við að ásökunin væri sú alvarlegasta á hendur Trump til þessa. Eins og Schiff tók fram hefur Trump verið sakaður um ýmislegt í forsetatíð sinni þótt hann hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt. Þannig hefur Trump verið sagður nýta embætti sitt til þess að hagnast persónulega og reyna að hindra framgang réttvísinnar svo eitthvað sé nefnt. Fleiri Demókratar brugðust við umfjölluninni af hörku. Joaquin Castro, fulltrúadeildarþingmaður og bróðir Julians Castro, sem hefur tilkynnt um forsetaframboð, sagði að ef satt reyndist þyrfti Trump annaðhvort að segja af sér eða sæta ákæru til embættismissis. David Cicilline, Demókrati í dómsmálanefndinni, sagði að ef Trump hefði skipað Cohen í raun og veru að ljúga að þinginu væri það „hindrun á framgangi réttvísinnar. Punktur.“ Einkar áhugaverð í þessu samhengi eru ummæli Williams Barr, sem Trump hefur tilnefnt í stól dómsmálaráðherra, er féllu þegar hann var yfirheyrður í öldungadeildinni á þriðjudag. Barr sagði að hver sá sem skipar vitni að ljúga teljist hindra rannsókn. Michael Cohen var sakfelldur fyrir að hafa séð um þagnargreiðslur til kvenna sem sögðu Trump hafa sængað hjá sér. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Lanny Davis, lögmaður Cohens, sagðist í gær ekki ætla að tjá sig um fréttina. Sjálfur tjáði Trump sig um málið á Twitter. Sagði Cohen ljúga til þess að losna fyrr úr fangelsi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings munu hefja rannsókn á því hvort Donald Trump forseti hafi skipað Michael Cohen, þá persónulegum lögfræðingi sínum, að ljúga að þinginu meðan á kosningabaráttu stóð árið 2016 um mislukkuð fasteignaviðskipti í Moskvu. BuzzFeed News greindi fyrst frá hinu meinta broti og hafði eftir tveimur heimildarmönnum innan úr löggæslukerfinu. Á þessum tíma sagði Trump sjálfur að hann hefði engin viðskiptatengsl við Rússland. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar, sagði að það væri alríkisglæpur að skipa undirmanni sínum að ljúga að þinginu. „Dómsmálanefndin á að komast til botns í þessu máli og það munum við gera,“ tísti Nadler. Adam Schiff, Demókrati og formaður upplýsingamálanefndar, sagði að nefndin myndi gera það sem nauðsynlegt er til þess að komast að hinu sanna í málinu. Bætti því við að ásökunin væri sú alvarlegasta á hendur Trump til þessa. Eins og Schiff tók fram hefur Trump verið sakaður um ýmislegt í forsetatíð sinni þótt hann hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt. Þannig hefur Trump verið sagður nýta embætti sitt til þess að hagnast persónulega og reyna að hindra framgang réttvísinnar svo eitthvað sé nefnt. Fleiri Demókratar brugðust við umfjölluninni af hörku. Joaquin Castro, fulltrúadeildarþingmaður og bróðir Julians Castro, sem hefur tilkynnt um forsetaframboð, sagði að ef satt reyndist þyrfti Trump annaðhvort að segja af sér eða sæta ákæru til embættismissis. David Cicilline, Demókrati í dómsmálanefndinni, sagði að ef Trump hefði skipað Cohen í raun og veru að ljúga að þinginu væri það „hindrun á framgangi réttvísinnar. Punktur.“ Einkar áhugaverð í þessu samhengi eru ummæli Williams Barr, sem Trump hefur tilnefnt í stól dómsmálaráðherra, er féllu þegar hann var yfirheyrður í öldungadeildinni á þriðjudag. Barr sagði að hver sá sem skipar vitni að ljúga teljist hindra rannsókn. Michael Cohen var sakfelldur fyrir að hafa séð um þagnargreiðslur til kvenna sem sögðu Trump hafa sængað hjá sér. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Lanny Davis, lögmaður Cohens, sagðist í gær ekki ætla að tjá sig um fréttina. Sjálfur tjáði Trump sig um málið á Twitter. Sagði Cohen ljúga til þess að losna fyrr úr fangelsi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira