Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 19. janúar 2019 07:15 Bandaríkjaforseti er enn á ný sagður hafa brotið af sér. NordicPhotos/AFP Tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings munu hefja rannsókn á því hvort Donald Trump forseti hafi skipað Michael Cohen, þá persónulegum lögfræðingi sínum, að ljúga að þinginu meðan á kosningabaráttu stóð árið 2016 um mislukkuð fasteignaviðskipti í Moskvu. BuzzFeed News greindi fyrst frá hinu meinta broti og hafði eftir tveimur heimildarmönnum innan úr löggæslukerfinu. Á þessum tíma sagði Trump sjálfur að hann hefði engin viðskiptatengsl við Rússland. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar, sagði að það væri alríkisglæpur að skipa undirmanni sínum að ljúga að þinginu. „Dómsmálanefndin á að komast til botns í þessu máli og það munum við gera,“ tísti Nadler. Adam Schiff, Demókrati og formaður upplýsingamálanefndar, sagði að nefndin myndi gera það sem nauðsynlegt er til þess að komast að hinu sanna í málinu. Bætti því við að ásökunin væri sú alvarlegasta á hendur Trump til þessa. Eins og Schiff tók fram hefur Trump verið sakaður um ýmislegt í forsetatíð sinni þótt hann hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt. Þannig hefur Trump verið sagður nýta embætti sitt til þess að hagnast persónulega og reyna að hindra framgang réttvísinnar svo eitthvað sé nefnt. Fleiri Demókratar brugðust við umfjölluninni af hörku. Joaquin Castro, fulltrúadeildarþingmaður og bróðir Julians Castro, sem hefur tilkynnt um forsetaframboð, sagði að ef satt reyndist þyrfti Trump annaðhvort að segja af sér eða sæta ákæru til embættismissis. David Cicilline, Demókrati í dómsmálanefndinni, sagði að ef Trump hefði skipað Cohen í raun og veru að ljúga að þinginu væri það „hindrun á framgangi réttvísinnar. Punktur.“ Einkar áhugaverð í þessu samhengi eru ummæli Williams Barr, sem Trump hefur tilnefnt í stól dómsmálaráðherra, er féllu þegar hann var yfirheyrður í öldungadeildinni á þriðjudag. Barr sagði að hver sá sem skipar vitni að ljúga teljist hindra rannsókn. Michael Cohen var sakfelldur fyrir að hafa séð um þagnargreiðslur til kvenna sem sögðu Trump hafa sængað hjá sér. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Lanny Davis, lögmaður Cohens, sagðist í gær ekki ætla að tjá sig um fréttina. Sjálfur tjáði Trump sig um málið á Twitter. Sagði Cohen ljúga til þess að losna fyrr úr fangelsi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings munu hefja rannsókn á því hvort Donald Trump forseti hafi skipað Michael Cohen, þá persónulegum lögfræðingi sínum, að ljúga að þinginu meðan á kosningabaráttu stóð árið 2016 um mislukkuð fasteignaviðskipti í Moskvu. BuzzFeed News greindi fyrst frá hinu meinta broti og hafði eftir tveimur heimildarmönnum innan úr löggæslukerfinu. Á þessum tíma sagði Trump sjálfur að hann hefði engin viðskiptatengsl við Rússland. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar, sagði að það væri alríkisglæpur að skipa undirmanni sínum að ljúga að þinginu. „Dómsmálanefndin á að komast til botns í þessu máli og það munum við gera,“ tísti Nadler. Adam Schiff, Demókrati og formaður upplýsingamálanefndar, sagði að nefndin myndi gera það sem nauðsynlegt er til þess að komast að hinu sanna í málinu. Bætti því við að ásökunin væri sú alvarlegasta á hendur Trump til þessa. Eins og Schiff tók fram hefur Trump verið sakaður um ýmislegt í forsetatíð sinni þótt hann hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt. Þannig hefur Trump verið sagður nýta embætti sitt til þess að hagnast persónulega og reyna að hindra framgang réttvísinnar svo eitthvað sé nefnt. Fleiri Demókratar brugðust við umfjölluninni af hörku. Joaquin Castro, fulltrúadeildarþingmaður og bróðir Julians Castro, sem hefur tilkynnt um forsetaframboð, sagði að ef satt reyndist þyrfti Trump annaðhvort að segja af sér eða sæta ákæru til embættismissis. David Cicilline, Demókrati í dómsmálanefndinni, sagði að ef Trump hefði skipað Cohen í raun og veru að ljúga að þinginu væri það „hindrun á framgangi réttvísinnar. Punktur.“ Einkar áhugaverð í þessu samhengi eru ummæli Williams Barr, sem Trump hefur tilnefnt í stól dómsmálaráðherra, er féllu þegar hann var yfirheyrður í öldungadeildinni á þriðjudag. Barr sagði að hver sá sem skipar vitni að ljúga teljist hindra rannsókn. Michael Cohen var sakfelldur fyrir að hafa séð um þagnargreiðslur til kvenna sem sögðu Trump hafa sængað hjá sér. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Lanny Davis, lögmaður Cohens, sagðist í gær ekki ætla að tjá sig um fréttina. Sjálfur tjáði Trump sig um málið á Twitter. Sagði Cohen ljúga til þess að losna fyrr úr fangelsi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira