Að berja hausnum við steininn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. janúar 2019 15:20 Því skyldum við halda áfram að berja hausnum við steininn? Á árunum 2009-2018 námu útflutningstekjur (brúttó) af hvalveiðum að meðaltali tæplega 1,3 milljörðum króna. Veiðarnar stóðu ekki undir sér. Reksturinn skilaði tapi. Ársverk í kringum hvalveiðar eru í kringum 60. Árið 2017 námu útflutningstekjur af ferðaþjónustu 503 milljörðum króna. Gera má ráð fyrir að ársverk í ferðaþjónustu árið 2018 hafi verið um 18.000. Ljóst er að hvalveiðar eru litnar hornauga og jafnvel fordæmdar af stórum hluta heimsbyggðarinnar, enda banna alþjóðasamningar viðskipti við með hvalaafurðir á milli flestra þjóða. Markaðssvæðið er takmarkað við Noreg, Japan og Lýðveldið Palá. Í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnanna Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er því haldið fram að engar vísbendingar séu um það að hvalveiðar hafi haft áhrif á straum erlendra ferðamanna til Íslands. Málið er, að það eru heldur engar vísbendingar um það gagnstæða, þar sem engar marktækar rannsóknir hafa farið fram um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu eða aðrar útflutningsgreinar okkar. Við höfum ekki hugmynd um það hvort og þá hvernig hvalveiðar hafa haft áhrif á fjölda ferðamanna, eða það sem mikilvægara er, samsetningu þeirra. Þó held ég að það sé óhætt að fullyrða, að hvalveiðar hafa aldrei haft og munu aldrei hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Hvort við Íslendingar hættum, drögum úr eða aukum hvalveiðar, getur því aldrei orðið annað en pólítískt viðfangsefni. Að við eigum rétt á því að nýta okkar náttúruauðlindir eins og okkur sýnist eru rök sem oft heyrast, en eru fánýt rök. Að hafa rétt á að gera eitthvað, segir okkur ekki endilega að það sé skynsamlegt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að grípa til þess að bera saman krónur og aura og leyfa þeim útflutningsgreinum okkar sem sannanlega færa okkur hundruð milljarða í útflutningstekjur ár hvert að njóta vafans og stuðla að eflingu þeirra. Í inngangi skýrslunnar er bent á mikilvægi þess fyrir velferð þjóðar að „tryggja hagkvæma nýtingu auðlindanna“. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, finnst mér skera úr um það að hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og skipta í raun engu máli í hagkerfinu. Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Því skyldum við halda áfram að berja hausnum við steininn? Á árunum 2009-2018 námu útflutningstekjur (brúttó) af hvalveiðum að meðaltali tæplega 1,3 milljörðum króna. Veiðarnar stóðu ekki undir sér. Reksturinn skilaði tapi. Ársverk í kringum hvalveiðar eru í kringum 60. Árið 2017 námu útflutningstekjur af ferðaþjónustu 503 milljörðum króna. Gera má ráð fyrir að ársverk í ferðaþjónustu árið 2018 hafi verið um 18.000. Ljóst er að hvalveiðar eru litnar hornauga og jafnvel fordæmdar af stórum hluta heimsbyggðarinnar, enda banna alþjóðasamningar viðskipti við með hvalaafurðir á milli flestra þjóða. Markaðssvæðið er takmarkað við Noreg, Japan og Lýðveldið Palá. Í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnanna Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er því haldið fram að engar vísbendingar séu um það að hvalveiðar hafi haft áhrif á straum erlendra ferðamanna til Íslands. Málið er, að það eru heldur engar vísbendingar um það gagnstæða, þar sem engar marktækar rannsóknir hafa farið fram um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu eða aðrar útflutningsgreinar okkar. Við höfum ekki hugmynd um það hvort og þá hvernig hvalveiðar hafa haft áhrif á fjölda ferðamanna, eða það sem mikilvægara er, samsetningu þeirra. Þó held ég að það sé óhætt að fullyrða, að hvalveiðar hafa aldrei haft og munu aldrei hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Hvort við Íslendingar hættum, drögum úr eða aukum hvalveiðar, getur því aldrei orðið annað en pólítískt viðfangsefni. Að við eigum rétt á því að nýta okkar náttúruauðlindir eins og okkur sýnist eru rök sem oft heyrast, en eru fánýt rök. Að hafa rétt á að gera eitthvað, segir okkur ekki endilega að það sé skynsamlegt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að grípa til þess að bera saman krónur og aura og leyfa þeim útflutningsgreinum okkar sem sannanlega færa okkur hundruð milljarða í útflutningstekjur ár hvert að njóta vafans og stuðla að eflingu þeirra. Í inngangi skýrslunnar er bent á mikilvægi þess fyrir velferð þjóðar að „tryggja hagkvæma nýtingu auðlindanna“. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, finnst mér skera úr um það að hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og skipta í raun engu máli í hagkerfinu. Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun