Foreldrar hugi betur að öryggisbúnaði barna í bíl Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 08:45 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Foreldrar huga síður að öryggi barna sinna í bíl eftir því sem þau verða eldri og segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, það mikið áhyggjuefni. Stefnt er á átak og aukna fræðslu til foreldra. Samkvæmt könnun sem Samgöngustofa hefur gert um áraraðir á öryggi barna í bíl eru öll börn yngri en eins árs í réttum búnaði. Talan fer síðan lækkandi með aldrinum og eru aðeins 80 prósent sex ára barna í réttum búnaði og mörg hver bara sett í belti í bílnum. Það virðist því vera að kröfur foreldra fari minnkandi með aldri barnanna. „Aldurshópurinn svona sex til níu ára er stundum á milli vita. Það er miðað við ákveðinn öryggisbúnað, mjög skilgreindan fyrir yngstu börnin, svo mögulega hætta foreldra að nota þennan öryggisbúnað of snemma. Í sumum tilfellum allavega. En ég vil árétta að langflestir foreldrar eru með þetta í mjög góðu lagi. Sem er afar jákvætt,“ segir Þórhildur. Hafa skal í huga að barn lægra en 135 sentimetrar á hæð skal ávallt vera í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Könnunin er framkvæmd um land allt og sýna niðurstöður einnig að munur er á milli sveitarfélaga. Fólk telur styttri vegalengdir öruggari. Sláandi niðurstöður Fyrr í mánuðinum fór lögreglan á Suðurnesjum í átak og stöðvaði fjölda ökumanna á leið með börn sín í leikskólann. Þar voru niðurstöður sláandi og of margir ekki með börn sín í tilteknum öryggisbúnaði. En í könnun Samgöngustofu kom Garður á Suðurnesjum verst út. Tæplega 80 prósent þeirra sem voru kannaðir þar voru með þetta í lagi. „Við hjá Samgöngustofu viljum leggja áherslu á það að engin bílferð er of stutt til að spenna sig og börnin sín í belti. Börnin eiga að sjálfsögðu ekki að bera ábyrgð á því sjálf að spenna sig niður í réttan búnað eða með réttum hætti,“ áréttar hún. Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Foreldrar huga síður að öryggi barna sinna í bíl eftir því sem þau verða eldri og segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, það mikið áhyggjuefni. Stefnt er á átak og aukna fræðslu til foreldra. Samkvæmt könnun sem Samgöngustofa hefur gert um áraraðir á öryggi barna í bíl eru öll börn yngri en eins árs í réttum búnaði. Talan fer síðan lækkandi með aldrinum og eru aðeins 80 prósent sex ára barna í réttum búnaði og mörg hver bara sett í belti í bílnum. Það virðist því vera að kröfur foreldra fari minnkandi með aldri barnanna. „Aldurshópurinn svona sex til níu ára er stundum á milli vita. Það er miðað við ákveðinn öryggisbúnað, mjög skilgreindan fyrir yngstu börnin, svo mögulega hætta foreldra að nota þennan öryggisbúnað of snemma. Í sumum tilfellum allavega. En ég vil árétta að langflestir foreldrar eru með þetta í mjög góðu lagi. Sem er afar jákvætt,“ segir Þórhildur. Hafa skal í huga að barn lægra en 135 sentimetrar á hæð skal ávallt vera í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Könnunin er framkvæmd um land allt og sýna niðurstöður einnig að munur er á milli sveitarfélaga. Fólk telur styttri vegalengdir öruggari. Sláandi niðurstöður Fyrr í mánuðinum fór lögreglan á Suðurnesjum í átak og stöðvaði fjölda ökumanna á leið með börn sín í leikskólann. Þar voru niðurstöður sláandi og of margir ekki með börn sín í tilteknum öryggisbúnaði. En í könnun Samgöngustofu kom Garður á Suðurnesjum verst út. Tæplega 80 prósent þeirra sem voru kannaðir þar voru með þetta í lagi. „Við hjá Samgöngustofu viljum leggja áherslu á það að engin bílferð er of stutt til að spenna sig og börnin sín í belti. Börnin eiga að sjálfsögðu ekki að bera ábyrgð á því sjálf að spenna sig niður í réttan búnað eða með réttum hætti,“ áréttar hún.
Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira