Foreldrar hugi betur að öryggisbúnaði barna í bíl Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 08:45 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Foreldrar huga síður að öryggi barna sinna í bíl eftir því sem þau verða eldri og segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, það mikið áhyggjuefni. Stefnt er á átak og aukna fræðslu til foreldra. Samkvæmt könnun sem Samgöngustofa hefur gert um áraraðir á öryggi barna í bíl eru öll börn yngri en eins árs í réttum búnaði. Talan fer síðan lækkandi með aldrinum og eru aðeins 80 prósent sex ára barna í réttum búnaði og mörg hver bara sett í belti í bílnum. Það virðist því vera að kröfur foreldra fari minnkandi með aldri barnanna. „Aldurshópurinn svona sex til níu ára er stundum á milli vita. Það er miðað við ákveðinn öryggisbúnað, mjög skilgreindan fyrir yngstu börnin, svo mögulega hætta foreldra að nota þennan öryggisbúnað of snemma. Í sumum tilfellum allavega. En ég vil árétta að langflestir foreldrar eru með þetta í mjög góðu lagi. Sem er afar jákvætt,“ segir Þórhildur. Hafa skal í huga að barn lægra en 135 sentimetrar á hæð skal ávallt vera í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Könnunin er framkvæmd um land allt og sýna niðurstöður einnig að munur er á milli sveitarfélaga. Fólk telur styttri vegalengdir öruggari. Sláandi niðurstöður Fyrr í mánuðinum fór lögreglan á Suðurnesjum í átak og stöðvaði fjölda ökumanna á leið með börn sín í leikskólann. Þar voru niðurstöður sláandi og of margir ekki með börn sín í tilteknum öryggisbúnaði. En í könnun Samgöngustofu kom Garður á Suðurnesjum verst út. Tæplega 80 prósent þeirra sem voru kannaðir þar voru með þetta í lagi. „Við hjá Samgöngustofu viljum leggja áherslu á það að engin bílferð er of stutt til að spenna sig og börnin sín í belti. Börnin eiga að sjálfsögðu ekki að bera ábyrgð á því sjálf að spenna sig niður í réttan búnað eða með réttum hætti,“ áréttar hún. Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Foreldrar huga síður að öryggi barna sinna í bíl eftir því sem þau verða eldri og segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, það mikið áhyggjuefni. Stefnt er á átak og aukna fræðslu til foreldra. Samkvæmt könnun sem Samgöngustofa hefur gert um áraraðir á öryggi barna í bíl eru öll börn yngri en eins árs í réttum búnaði. Talan fer síðan lækkandi með aldrinum og eru aðeins 80 prósent sex ára barna í réttum búnaði og mörg hver bara sett í belti í bílnum. Það virðist því vera að kröfur foreldra fari minnkandi með aldri barnanna. „Aldurshópurinn svona sex til níu ára er stundum á milli vita. Það er miðað við ákveðinn öryggisbúnað, mjög skilgreindan fyrir yngstu börnin, svo mögulega hætta foreldra að nota þennan öryggisbúnað of snemma. Í sumum tilfellum allavega. En ég vil árétta að langflestir foreldrar eru með þetta í mjög góðu lagi. Sem er afar jákvætt,“ segir Þórhildur. Hafa skal í huga að barn lægra en 135 sentimetrar á hæð skal ávallt vera í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Könnunin er framkvæmd um land allt og sýna niðurstöður einnig að munur er á milli sveitarfélaga. Fólk telur styttri vegalengdir öruggari. Sláandi niðurstöður Fyrr í mánuðinum fór lögreglan á Suðurnesjum í átak og stöðvaði fjölda ökumanna á leið með börn sín í leikskólann. Þar voru niðurstöður sláandi og of margir ekki með börn sín í tilteknum öryggisbúnaði. En í könnun Samgöngustofu kom Garður á Suðurnesjum verst út. Tæplega 80 prósent þeirra sem voru kannaðir þar voru með þetta í lagi. „Við hjá Samgöngustofu viljum leggja áherslu á það að engin bílferð er of stutt til að spenna sig og börnin sín í belti. Börnin eiga að sjálfsögðu ekki að bera ábyrgð á því sjálf að spenna sig niður í réttan búnað eða með réttum hætti,“ áréttar hún.
Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira