Domino's með fimmtung markaðarins Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 15:37 Domino's jók sölu sína um rúm 5 prósent á síðasta ári. Fréttablaðið/eyþór Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pizzarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Næst á eftir kemur kjúklingakeðjan KFC með um 10 prósent markaðarins og Subway með 7 prósent. Serrano kemur þar á eftir með 4 prósent markaðshlutdeild, hamborgarastaðirnir American Style og Hamborgarabúlla Tómasar með 3 prósent hlutdeild en aðrir minna.Sjá einnig: Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósentFram kemur á vef Meniga að gögnin samanstandi af meðaltölum allra þeirra sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins, sem nálgast má í gegnum heimabanka stóru bankanna þriggja. Jafnframt er undirstrikað að um ópersónugreinanlegar samantektir sé að ræða og að þær byggi á því hvernig færslur flokkast í Meniga.Costco með 8 prósent markaðarins Gögnin benda að sama skapi til að meðalviðskiptavinur Meniga hafi varið næstum 610 þúsund krónum í matarinnkaup á liðnu ári, sem gerir um 4 prósent aukningu frá árinu 2017. Fólk fari að meðaltali fjórum sinnum í viku í matvöruverslun og stendur sú tala í stað frá fyrra ári að sögn Meniga. „Það hefur sýnt sig að þeir sem fara sjaldnar í matvöruverslanir, eyða minna að meðaltali í matvöru, en þeir sem eru tíðari gestir,“ segir í frétt Meniga. Þar er þess einnig getið að Bónus hafi sem fyrr mesta markaðshlutdeild í flokki matvöruverslana, eða um 27 prósent. Næst á eftir kemur Krónan með 19 prósent, sem gefur til kynna að verslunin sé að „sækja aðeins í sig veðrið“ eins og það er orðað. Þar á eftir koma Hagkaup með 11 prósent hlutdeild og Nettó og Costco með prósent hvor. Meniga tekur þó fram að mögulegt sé að aðrir vörurflokkar, á borð við snyrtivöru, eldsneyti og fatnað, geti skekkt myndina í einhverjum tilfellum. Til að mynda sé hægt að kaupa aðrar vörur en matvöru í verslunum á borð við Costco, Hagkaup og Nettó. Nánar má kynna sér samantektina um markaðshlutdeildina á vef Meniga. Matur Neytendur Tengdar fréttir Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00 Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pizzarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Næst á eftir kemur kjúklingakeðjan KFC með um 10 prósent markaðarins og Subway með 7 prósent. Serrano kemur þar á eftir með 4 prósent markaðshlutdeild, hamborgarastaðirnir American Style og Hamborgarabúlla Tómasar með 3 prósent hlutdeild en aðrir minna.Sjá einnig: Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósentFram kemur á vef Meniga að gögnin samanstandi af meðaltölum allra þeirra sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins, sem nálgast má í gegnum heimabanka stóru bankanna þriggja. Jafnframt er undirstrikað að um ópersónugreinanlegar samantektir sé að ræða og að þær byggi á því hvernig færslur flokkast í Meniga.Costco með 8 prósent markaðarins Gögnin benda að sama skapi til að meðalviðskiptavinur Meniga hafi varið næstum 610 þúsund krónum í matarinnkaup á liðnu ári, sem gerir um 4 prósent aukningu frá árinu 2017. Fólk fari að meðaltali fjórum sinnum í viku í matvöruverslun og stendur sú tala í stað frá fyrra ári að sögn Meniga. „Það hefur sýnt sig að þeir sem fara sjaldnar í matvöruverslanir, eyða minna að meðaltali í matvöru, en þeir sem eru tíðari gestir,“ segir í frétt Meniga. Þar er þess einnig getið að Bónus hafi sem fyrr mesta markaðshlutdeild í flokki matvöruverslana, eða um 27 prósent. Næst á eftir kemur Krónan með 19 prósent, sem gefur til kynna að verslunin sé að „sækja aðeins í sig veðrið“ eins og það er orðað. Þar á eftir koma Hagkaup með 11 prósent hlutdeild og Nettó og Costco með prósent hvor. Meniga tekur þó fram að mögulegt sé að aðrir vörurflokkar, á borð við snyrtivöru, eldsneyti og fatnað, geti skekkt myndina í einhverjum tilfellum. Til að mynda sé hægt að kaupa aðrar vörur en matvöru í verslunum á borð við Costco, Hagkaup og Nettó. Nánar má kynna sér samantektina um markaðshlutdeildina á vef Meniga.
Matur Neytendur Tengdar fréttir Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00 Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00
Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00
Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent