Starfsfólk Landspítalans afvopnaði ósáttan hnífamann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 17:55 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi. Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi.
Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira