Ítarleg úttekt á því af hverju McDonalds gekk ekki upp hér landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 10:30 Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær. Sem kunnugt er voru útibú veitingastaðarins rekin hér á landi á árunum 1993 til 2009 en hrunið setti strik í reikininginn þar sem kaupa þurfti flest aðföng í þá rétti sem boðið var upp á erlendis frá. Var því síðustu stöðunum lokað árið 2009. Í úttekt CNBC er meðal annars rætt við hamborgarasérfræðinginn Tómas Tómasson, stofnanda Hamborgarabúllunnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins þegar fyrsti McDonalds-staðurinn opnaði árið 1993. „Það voru raðir dögum saman fyrir utan veitingastaðinn. Þeir seldu þúsundir hamborgara á hverjum degi. Eftir einhvern tíma fór þó nýja brumið af þessu og fólki fannst þetta orðið venjulegt,“ sagði Tómas. Í úttektinni er opnun og lokun McDonalds hér á landi sett í samhengi við strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum. Er opnun McDonalds hér á landi árið 1993 meðal annars sagt hafa staðfest að Ísland væri loks orðið hluti af hinum nútímalega og hnattræna heimi. Í myndbandinu er meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Árna Sverri Hafsteinsson, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar og hagfræðinginn Már Wolfgang Mixa þar sem þau fara yfir ástæður þess að ekki gekk að reka McDonalds hér á landi. Fyrr í vetur var því haldið fram að McDonalds myndi snúa aftur til Íslands. Þær fréttir reyndust ekki vera réttar. Úttekt CNBC má sjá hér að neðan. Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær. Sem kunnugt er voru útibú veitingastaðarins rekin hér á landi á árunum 1993 til 2009 en hrunið setti strik í reikininginn þar sem kaupa þurfti flest aðföng í þá rétti sem boðið var upp á erlendis frá. Var því síðustu stöðunum lokað árið 2009. Í úttekt CNBC er meðal annars rætt við hamborgarasérfræðinginn Tómas Tómasson, stofnanda Hamborgarabúllunnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins þegar fyrsti McDonalds-staðurinn opnaði árið 1993. „Það voru raðir dögum saman fyrir utan veitingastaðinn. Þeir seldu þúsundir hamborgara á hverjum degi. Eftir einhvern tíma fór þó nýja brumið af þessu og fólki fannst þetta orðið venjulegt,“ sagði Tómas. Í úttektinni er opnun og lokun McDonalds hér á landi sett í samhengi við strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum. Er opnun McDonalds hér á landi árið 1993 meðal annars sagt hafa staðfest að Ísland væri loks orðið hluti af hinum nútímalega og hnattræna heimi. Í myndbandinu er meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Árna Sverri Hafsteinsson, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar og hagfræðinginn Már Wolfgang Mixa þar sem þau fara yfir ástæður þess að ekki gekk að reka McDonalds hér á landi. Fyrr í vetur var því haldið fram að McDonalds myndi snúa aftur til Íslands. Þær fréttir reyndust ekki vera réttar. Úttekt CNBC má sjá hér að neðan.
Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55
Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44