McDonalds hættir á Íslandi 26. október 2009 09:20 Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla McDonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni. Hægt er að lesa tilkynninguna frá fyrirtækinu í heild sinni hér fyrir neðan: Lyst ehf. mun um mánaðamótin hætta samstarfi við McDonald's skyndibitakeðjuna, en fyrirtækið rekur þrjá veitingastaði samkvæmt sérleyfi frá McDonald's. Rekstri staðanna verður haldið áfram undir nafninu Metro. Metro-staðirnir munu áfram bjóða svipaðar vörur og áþekkan matseðil á sambærilegu verði. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni, gæði og hraða þjónustu eins og áður. Breytingin er gerð í góðu samkomulagi við McDonald's. Ástæðan fyrir breytingunni er erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Þar ræður hrun gengis íslensku krónunnar mestu. Lyst ehf. hefur undanfarin ár keypt flest hráefni í McDonald's réttina, kjöt, ost, grænmeti og önnur aðföng af erlendum birgjum, samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald's. Gengishrunið, ásamt háum tollum á innfluttar búvörur, hefur tvöfaldað hráefniskostnað fyrirtækisins og gert afkomuna erfiða. Aðilar hafa ekki trú á að efnahagsaðstæður hér batni nægilega til að rekstur veitingastaða undir merkjum McDonald's verði arðbær til lengri tíma. Viðbrögð Lystar ehf. við þessum breytingum eru að halda rekstri veitingastaðanna á Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi áfram undir nýju nafni. Samið hefur verið við innlenda birgja um að sjá Metro-stöðunum fyrir besta fáanlega hráefni og máltíðir Metro verða í umbúðum sem framleiddar eru á Íslandi. Með því að beina viðskiptum til innlendra framleiðenda mun takast að lækka hráefniskostnað verulega. 10-15 ný störf verða til hjá innlendum framleiðendum vegna breytingarinnar. Nautakjöt, kjúklingur, mjólkurvörur, sósur, ís, brauð, grænmeti og umbúðir allt frá innlendum framleiðendum. Viðskiptavinir Metro munu frá og með sunnudeginum 1. nóvember geta gengið að svipuðum matseðli og var á McDonald´s stöðunum. Barnaboxin með skemmtilegum leikföngum verða á sínum stað. Áfram er lagt upp úr ströngu gæðaeftirliti, hraða í þjónustu og lágu verði. Þar verður byggt á reynslunni, sem Lyst ehf. hefur af löngu og farsælu samstarfi við McDonald's. Strax á fyrstu vikunum verða viðskiptavinir einnig varir við nýjungar, t.d. aukna áherslu á salöt og annað heilsufæði. Davíð Oddsson fær sér fyrsta Big Mac hamborgarann við opnun Mc Donalds á Íslandi árið 1993.MYND/GVA „Við þökkum McDonald's fyrir gott samstarf á liðnum árum og í undirbúningi þessarar breytingar," segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. „ Með íslensku vörumerki á skyndibitamarkaðnum við núverandi aðstæður höfum við fulla trú á framtíðinni, enda hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur en undanfarna mánuði. Við ætlum að halda okkar striki með því að færa innkaup okkar til innlendra framleiðanda og byggja áfram á þeirri löngu reynslu, sem við höfum af samstarfinu við fremstu skyndibitakeðju í heimi. Þannig ætlum við að halda okkar forystu á markaðnum."Lyst ehf. opnaði fyrsta McDonald's staðinn á Íslandi 9. september 1993. Veitingastaðirnir eru nú þrír, við Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi. Jón Garðar Ögmundsson hefur verið eigandi Lystar frá 2004. Starfsmenn fyrirtækisins eru 90 og verður engum sagt upp vegna breytinganna. Reksturinn heldur áfram á sömu kennitölu þrátt fyrir breytt vörumerki. Afgreiðslutímar verða þeir sömu og áður. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla McDonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni. Hægt er að lesa tilkynninguna frá fyrirtækinu í heild sinni hér fyrir neðan: Lyst ehf. mun um mánaðamótin hætta samstarfi við McDonald's skyndibitakeðjuna, en fyrirtækið rekur þrjá veitingastaði samkvæmt sérleyfi frá McDonald's. Rekstri staðanna verður haldið áfram undir nafninu Metro. Metro-staðirnir munu áfram bjóða svipaðar vörur og áþekkan matseðil á sambærilegu verði. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni, gæði og hraða þjónustu eins og áður. Breytingin er gerð í góðu samkomulagi við McDonald's. Ástæðan fyrir breytingunni er erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Þar ræður hrun gengis íslensku krónunnar mestu. Lyst ehf. hefur undanfarin ár keypt flest hráefni í McDonald's réttina, kjöt, ost, grænmeti og önnur aðföng af erlendum birgjum, samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald's. Gengishrunið, ásamt háum tollum á innfluttar búvörur, hefur tvöfaldað hráefniskostnað fyrirtækisins og gert afkomuna erfiða. Aðilar hafa ekki trú á að efnahagsaðstæður hér batni nægilega til að rekstur veitingastaða undir merkjum McDonald's verði arðbær til lengri tíma. Viðbrögð Lystar ehf. við þessum breytingum eru að halda rekstri veitingastaðanna á Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi áfram undir nýju nafni. Samið hefur verið við innlenda birgja um að sjá Metro-stöðunum fyrir besta fáanlega hráefni og máltíðir Metro verða í umbúðum sem framleiddar eru á Íslandi. Með því að beina viðskiptum til innlendra framleiðenda mun takast að lækka hráefniskostnað verulega. 10-15 ný störf verða til hjá innlendum framleiðendum vegna breytingarinnar. Nautakjöt, kjúklingur, mjólkurvörur, sósur, ís, brauð, grænmeti og umbúðir allt frá innlendum framleiðendum. Viðskiptavinir Metro munu frá og með sunnudeginum 1. nóvember geta gengið að svipuðum matseðli og var á McDonald´s stöðunum. Barnaboxin með skemmtilegum leikföngum verða á sínum stað. Áfram er lagt upp úr ströngu gæðaeftirliti, hraða í þjónustu og lágu verði. Þar verður byggt á reynslunni, sem Lyst ehf. hefur af löngu og farsælu samstarfi við McDonald's. Strax á fyrstu vikunum verða viðskiptavinir einnig varir við nýjungar, t.d. aukna áherslu á salöt og annað heilsufæði. Davíð Oddsson fær sér fyrsta Big Mac hamborgarann við opnun Mc Donalds á Íslandi árið 1993.MYND/GVA „Við þökkum McDonald's fyrir gott samstarf á liðnum árum og í undirbúningi þessarar breytingar," segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. „ Með íslensku vörumerki á skyndibitamarkaðnum við núverandi aðstæður höfum við fulla trú á framtíðinni, enda hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur en undanfarna mánuði. Við ætlum að halda okkar striki með því að færa innkaup okkar til innlendra framleiðanda og byggja áfram á þeirri löngu reynslu, sem við höfum af samstarfinu við fremstu skyndibitakeðju í heimi. Þannig ætlum við að halda okkar forystu á markaðnum."Lyst ehf. opnaði fyrsta McDonald's staðinn á Íslandi 9. september 1993. Veitingastaðirnir eru nú þrír, við Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi. Jón Garðar Ögmundsson hefur verið eigandi Lystar frá 2004. Starfsmenn fyrirtækisins eru 90 og verður engum sagt upp vegna breytinganna. Reksturinn heldur áfram á sömu kennitölu þrátt fyrir breytt vörumerki. Afgreiðslutímar verða þeir sömu og áður.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira