McDonalds hættir á Íslandi 26. október 2009 09:20 Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla McDonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni. Hægt er að lesa tilkynninguna frá fyrirtækinu í heild sinni hér fyrir neðan: Lyst ehf. mun um mánaðamótin hætta samstarfi við McDonald's skyndibitakeðjuna, en fyrirtækið rekur þrjá veitingastaði samkvæmt sérleyfi frá McDonald's. Rekstri staðanna verður haldið áfram undir nafninu Metro. Metro-staðirnir munu áfram bjóða svipaðar vörur og áþekkan matseðil á sambærilegu verði. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni, gæði og hraða þjónustu eins og áður. Breytingin er gerð í góðu samkomulagi við McDonald's. Ástæðan fyrir breytingunni er erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Þar ræður hrun gengis íslensku krónunnar mestu. Lyst ehf. hefur undanfarin ár keypt flest hráefni í McDonald's réttina, kjöt, ost, grænmeti og önnur aðföng af erlendum birgjum, samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald's. Gengishrunið, ásamt háum tollum á innfluttar búvörur, hefur tvöfaldað hráefniskostnað fyrirtækisins og gert afkomuna erfiða. Aðilar hafa ekki trú á að efnahagsaðstæður hér batni nægilega til að rekstur veitingastaða undir merkjum McDonald's verði arðbær til lengri tíma. Viðbrögð Lystar ehf. við þessum breytingum eru að halda rekstri veitingastaðanna á Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi áfram undir nýju nafni. Samið hefur verið við innlenda birgja um að sjá Metro-stöðunum fyrir besta fáanlega hráefni og máltíðir Metro verða í umbúðum sem framleiddar eru á Íslandi. Með því að beina viðskiptum til innlendra framleiðenda mun takast að lækka hráefniskostnað verulega. 10-15 ný störf verða til hjá innlendum framleiðendum vegna breytingarinnar. Nautakjöt, kjúklingur, mjólkurvörur, sósur, ís, brauð, grænmeti og umbúðir allt frá innlendum framleiðendum. Viðskiptavinir Metro munu frá og með sunnudeginum 1. nóvember geta gengið að svipuðum matseðli og var á McDonald´s stöðunum. Barnaboxin með skemmtilegum leikföngum verða á sínum stað. Áfram er lagt upp úr ströngu gæðaeftirliti, hraða í þjónustu og lágu verði. Þar verður byggt á reynslunni, sem Lyst ehf. hefur af löngu og farsælu samstarfi við McDonald's. Strax á fyrstu vikunum verða viðskiptavinir einnig varir við nýjungar, t.d. aukna áherslu á salöt og annað heilsufæði. Davíð Oddsson fær sér fyrsta Big Mac hamborgarann við opnun Mc Donalds á Íslandi árið 1993.MYND/GVA „Við þökkum McDonald's fyrir gott samstarf á liðnum árum og í undirbúningi þessarar breytingar," segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. „ Með íslensku vörumerki á skyndibitamarkaðnum við núverandi aðstæður höfum við fulla trú á framtíðinni, enda hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur en undanfarna mánuði. Við ætlum að halda okkar striki með því að færa innkaup okkar til innlendra framleiðanda og byggja áfram á þeirri löngu reynslu, sem við höfum af samstarfinu við fremstu skyndibitakeðju í heimi. Þannig ætlum við að halda okkar forystu á markaðnum."Lyst ehf. opnaði fyrsta McDonald's staðinn á Íslandi 9. september 1993. Veitingastaðirnir eru nú þrír, við Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi. Jón Garðar Ögmundsson hefur verið eigandi Lystar frá 2004. Starfsmenn fyrirtækisins eru 90 og verður engum sagt upp vegna breytinganna. Reksturinn heldur áfram á sömu kennitölu þrátt fyrir breytt vörumerki. Afgreiðslutímar verða þeir sömu og áður. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla McDonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni. Hægt er að lesa tilkynninguna frá fyrirtækinu í heild sinni hér fyrir neðan: Lyst ehf. mun um mánaðamótin hætta samstarfi við McDonald's skyndibitakeðjuna, en fyrirtækið rekur þrjá veitingastaði samkvæmt sérleyfi frá McDonald's. Rekstri staðanna verður haldið áfram undir nafninu Metro. Metro-staðirnir munu áfram bjóða svipaðar vörur og áþekkan matseðil á sambærilegu verði. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni, gæði og hraða þjónustu eins og áður. Breytingin er gerð í góðu samkomulagi við McDonald's. Ástæðan fyrir breytingunni er erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Þar ræður hrun gengis íslensku krónunnar mestu. Lyst ehf. hefur undanfarin ár keypt flest hráefni í McDonald's réttina, kjöt, ost, grænmeti og önnur aðföng af erlendum birgjum, samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald's. Gengishrunið, ásamt háum tollum á innfluttar búvörur, hefur tvöfaldað hráefniskostnað fyrirtækisins og gert afkomuna erfiða. Aðilar hafa ekki trú á að efnahagsaðstæður hér batni nægilega til að rekstur veitingastaða undir merkjum McDonald's verði arðbær til lengri tíma. Viðbrögð Lystar ehf. við þessum breytingum eru að halda rekstri veitingastaðanna á Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi áfram undir nýju nafni. Samið hefur verið við innlenda birgja um að sjá Metro-stöðunum fyrir besta fáanlega hráefni og máltíðir Metro verða í umbúðum sem framleiddar eru á Íslandi. Með því að beina viðskiptum til innlendra framleiðenda mun takast að lækka hráefniskostnað verulega. 10-15 ný störf verða til hjá innlendum framleiðendum vegna breytingarinnar. Nautakjöt, kjúklingur, mjólkurvörur, sósur, ís, brauð, grænmeti og umbúðir allt frá innlendum framleiðendum. Viðskiptavinir Metro munu frá og með sunnudeginum 1. nóvember geta gengið að svipuðum matseðli og var á McDonald´s stöðunum. Barnaboxin með skemmtilegum leikföngum verða á sínum stað. Áfram er lagt upp úr ströngu gæðaeftirliti, hraða í þjónustu og lágu verði. Þar verður byggt á reynslunni, sem Lyst ehf. hefur af löngu og farsælu samstarfi við McDonald's. Strax á fyrstu vikunum verða viðskiptavinir einnig varir við nýjungar, t.d. aukna áherslu á salöt og annað heilsufæði. Davíð Oddsson fær sér fyrsta Big Mac hamborgarann við opnun Mc Donalds á Íslandi árið 1993.MYND/GVA „Við þökkum McDonald's fyrir gott samstarf á liðnum árum og í undirbúningi þessarar breytingar," segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. „ Með íslensku vörumerki á skyndibitamarkaðnum við núverandi aðstæður höfum við fulla trú á framtíðinni, enda hefur aldrei verið meira að gera hjá okkur en undanfarna mánuði. Við ætlum að halda okkar striki með því að færa innkaup okkar til innlendra framleiðanda og byggja áfram á þeirri löngu reynslu, sem við höfum af samstarfinu við fremstu skyndibitakeðju í heimi. Þannig ætlum við að halda okkar forystu á markaðnum."Lyst ehf. opnaði fyrsta McDonald's staðinn á Íslandi 9. september 1993. Veitingastaðirnir eru nú þrír, við Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Smáratorgi. Jón Garðar Ögmundsson hefur verið eigandi Lystar frá 2004. Starfsmenn fyrirtækisins eru 90 og verður engum sagt upp vegna breytinganna. Reksturinn heldur áfram á sömu kennitölu þrátt fyrir breytt vörumerki. Afgreiðslutímar verða þeir sömu og áður.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira