Britney Spears tekur frí frá sýningum vegna veikinda föður síns Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2019 15:20 Sýning Britney Spears í Las Vegas hefur notið mikilla vinsælda. Getty/Gabe Ginsberg Poppstjarnan Britney Spears tilkynnti í gær að hún hygðist taka frí frá sýningum sínum í Las Vegas til þess að hlúa að föður sínum. Faðir hennar, Jamie Spears, glímir við alvarleg ristilvandamál. Í færslu á Twitter-síðu sinni í gær sagði Britney aðdáendum sínum að hún myndi ekki koma fram í nýrri sýningu sinni, Domination, á næstunni vegna veikindanna. Söngkonan segist vera miður sín vegna þessa. „Ég veit ekki hvar skal byrja þar sem þetta er svo erfitt fyrir mig. Ég mun ekki koma fram í nýju sýningunni minni Domination. Ég er búin að hlakka til sýningarinnar og að sjá ykkur í ár svo þetta brýtur í mér hjartað,“ skrifaði söngkonan.I don’t even know where to start with this, because this is so tough for me to say. I will not be performing my new show Domination. I’ve been looking forward to this show and seeing all of you this year, so doing this breaks my heart. pic.twitter.com/kHgFAVTjNA — Britney Spears (@britneyspears) 4 January 2019 Hún segir þó fjölskylduna vera ofar í forgangsröðuninni og þetta hafi verið ákvörðun sem hún þurfti að taka. Faðir hennar hafi einnig verið lagður inn á spítala fyrir nokkrum mánuðum og næstum dáið í það skiptið. „Við erum þakklát að hann lifði það af en það er langur vegur eftir.“However, it’s important to always put your family first… and that’s the decision I had to make. A couple of months ago, my father was hospitalized and almost died. We’re all so grateful that he came out of it alive, but he still has a long road ahead of him. — Britney Spears (@britneyspears) 4 January 2019 Aðdáendur söngkonunnar geta fengið endurgreitt og hún vonar að þeir sýni þessu skilning. Þá þakkar hún stuðninginn að lokum. „Takk, ég elska ykkur öll – alltaf.“I appreciate your prayers and support for my family during this time. Thank you, and love you all… always. — Britney Spears (@britneyspears) 4 January 2019 Bandaríkin Tónlist Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Sjá meira
Poppstjarnan Britney Spears tilkynnti í gær að hún hygðist taka frí frá sýningum sínum í Las Vegas til þess að hlúa að föður sínum. Faðir hennar, Jamie Spears, glímir við alvarleg ristilvandamál. Í færslu á Twitter-síðu sinni í gær sagði Britney aðdáendum sínum að hún myndi ekki koma fram í nýrri sýningu sinni, Domination, á næstunni vegna veikindanna. Söngkonan segist vera miður sín vegna þessa. „Ég veit ekki hvar skal byrja þar sem þetta er svo erfitt fyrir mig. Ég mun ekki koma fram í nýju sýningunni minni Domination. Ég er búin að hlakka til sýningarinnar og að sjá ykkur í ár svo þetta brýtur í mér hjartað,“ skrifaði söngkonan.I don’t even know where to start with this, because this is so tough for me to say. I will not be performing my new show Domination. I’ve been looking forward to this show and seeing all of you this year, so doing this breaks my heart. pic.twitter.com/kHgFAVTjNA — Britney Spears (@britneyspears) 4 January 2019 Hún segir þó fjölskylduna vera ofar í forgangsröðuninni og þetta hafi verið ákvörðun sem hún þurfti að taka. Faðir hennar hafi einnig verið lagður inn á spítala fyrir nokkrum mánuðum og næstum dáið í það skiptið. „Við erum þakklát að hann lifði það af en það er langur vegur eftir.“However, it’s important to always put your family first… and that’s the decision I had to make. A couple of months ago, my father was hospitalized and almost died. We’re all so grateful that he came out of it alive, but he still has a long road ahead of him. — Britney Spears (@britneyspears) 4 January 2019 Aðdáendur söngkonunnar geta fengið endurgreitt og hún vonar að þeir sýni þessu skilning. Þá þakkar hún stuðninginn að lokum. „Takk, ég elska ykkur öll – alltaf.“I appreciate your prayers and support for my family during this time. Thank you, and love you all… always. — Britney Spears (@britneyspears) 4 January 2019
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Sjá meira