Innlent

Tveir piltar fluttir á slysadeild eftir flugeldaslys

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Á ellefta tímanum var svo tilkynnt um tjón af völdum flugelda við skóla í miðborginni.
Á ellefta tímanum var svo tilkynnt um tjón af völdum flugelda við skóla í miðborginni. Vísir/vilhelm
Tveir piltar voru fluttir á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar eftir flugeldaslys um tíuleytið í morgun. Slysið varð við skóla í hverfi 108 í Reykjavík, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Skömmu fyrir klukkan ellefu var svo tilkynnt um tjón af völdum flugelda í skóla í miðborginni.

Á áttunda tímanum í morgun var tilkynnt um innbrot á byggingarsvæði í Mosfellsbæ. Þar höfðu verið unnar skemmdir á rafmagnsbúnaði á svæðinu. Skömmu eftir klukkan níu var svo tilkynnt um eignaspjöll og þjófnað úr vörubifreiðum og vinnuvélum í Grafarholti. Þá var brotist inn í vinnuskúra í Grafarvogi á níunda tímanum.

Lögregla sinnti fleiri tilkynningum um eignaspjöll og innbrot í morgun, m.a. í Kópavogi og Hafnarfirði. Um sexleytið í morgun var svo tilkynnt um hávaða frá íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Húsráðandi lofaði að lækkað yrði í samkvæminu eftir viðræður við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×