Neysla unglinga á orkudrykkjum mest á Akureyri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 10:15 Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. Vísir/Vilhelm Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún. Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún.
Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira