Veselnitskaya ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 16:05 Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní 2016. AP/Dmitry Serebryakov Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira