Beitt fyndni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. janúar 2019 07:00 Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun